Tilkynning um öryggismál í Reynisfjöru
Tilkynning frá landeigendum í Reynisfjöru, Ferðamálastofu, lögreglunni á Suðurlandi, Safe Travel og Björgunarsveitinni Víkverja eftir fund um öryggismál í Reynisfjöru 5.8.2025:
Stýring ferðamanna byggist á því að stýra fólki á öruggan hátt til að njóta vinsælla ferðamannastaða.
Í kjölfar vinnu starfshóps á vegum ferðamálaráðherra árið 2022 voru sett upp upplýsingaskilti og viðvörunarbúnaður í Reynisfjöru. Í framhaldi af því var gert samkomulag um viðhald og rekstur þess búnaðar og er það Ferðamálastofa sem fjármagnar endurnýjun búnaðar.
Ölduspárkerfi sem samanstendur af spákerfi vegagerðarinnar, öldudufli og löggæslumyndavélum þarf að þróast í samræmi við breytingar í náttúrunni t.d. sjávarstöðu, breidd fjöruborðs og hvort sjórinn sé að berja stuðlabergið. Hættustuðullinn verður aðlagaður þ.e. rauða ljósið kviknar fyrr.
Við rautt ljós mun verða lokað við útsýnisplani við fjörukamb. Það þýðir að óheimilt verður að fara niður að stuðlabergi og í Hálsanefshelli. Sett verður lokunarhlið á útsýnispallinn.
Öryggishópur mun hittast reglulega og fara yfir stöðuna. Í þessum hópi verða fulltrúar landeigenda, viðbragðsaðila, Ferðamálastofu og SafeTravel.
Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við:
- Íris Guðnadóttir 825 2900, fulltrúi Landeigenda
- Dagbjart Kr. Brynjarsson 659 9099, Ferðamálastofu
- Björn Ingi Jónsson 898 8866, Sviðstjóri Almannavarna, Lögreglan á Suðulandi