Fréttir

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða: Auglýst fyrr og lengri frestur

Ákveðið hefur verið að flýta ferlinu við auglýsingu og úthlutun styrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna framkvæmda á árinu 2023. Einnig á að lengja þann frest sem umsækjendur hafa til að sækja um. Markmiðið með breytingunni er að auka svigrúm þeirra sem hyggjast sækja um styrki úr sjóðnum fyrir næsta ár og auðvelda þeim að undirbúa framkvæmdir í tíma.
Lesa meira

Þjóðerni brottfararfarþega í júní

Erlendir brottfararfarþegar voru 72,8% af heildarbrottfararfarþegum. Bandaríkjamenn voru 30,3% brottfararfarþega og farþegar frá Þýskalandi 12,1% Hér að neðan má sjá yfirlit yfir hlutfallsskiptingu tíu stærstu þjóðerna en samtals voru brottfarir þeirra 72,8%. Ítarlegri tölfræði verður birt á vefsíðu Ferðamálastofu 11. júlí þegar staðfest tala liggur fyrir hjá Isavia um heildarfjölda brottfarafarþega frá Íslandi í júní.
Lesa meira

Hlutur ferðaþjónustu í hagkerfinu í 2012 gildum í fyrra

Hagstofa Íslands birti fyrir stuttu bráðabirgðatölur fyrir hlut ferðaþjónustunnar í hagkerfinu í fyrra, í samanburði við fyrri ár. Eru þetta svokallaðir ferðaþjónustureikningar (e. tourism satellite accounts), sem hagstofan hefur unnið á ársgrunni á síðustu árum og kalla má undirreikninga þjóðhagsreikninga fyrir þjóðarbúið í heild.
Lesa meira

Visit Iceland best hannaði ferðavefur í heimi

Á síðasta ári tóku Íslandsstofa, Ferðamálastofa og menningar- og viðskiptaráðuneytisins höndum saman um endurgerð Visit Iceland vefis sem alhliða upplýsingagáttar fyrir erlenda ferðamenn . Hann var nú á dögunum valinn best hannaði ferðavefur í heimi samkvæmt nýjum lista frá Skift sem er leiðandi fréttamiðill og upplýsingaveita um ferðaþjónustu í heiminum.
Lesa meira

Nýtt fræðitímarit um ferðamál

Samningur um stuðning Ferðamálastofu við útgáfu fræðitímarits um ferðamál á vegum Rannsóknamiðstöðvar ferðamála var undirritaður í gær. Markmiðið með útgáfu fræðatímarits er að vekja athygli á þeim fjölbreyttu rannsóknum sem unnar eru á sviði ferðamála hér á landi og stuðla að fræðilegri og faglegri umræðu um málefni greinarinnar. Tímaritinu er ætlað að fjalla um rannsóknir út frá öllum fræðigreinum sem taka á málefnum tengt ferðaþjónustu og ferðamálum
Lesa meira

Launagreiðslur í ferðaþjónustu - Nýtt talnaefni í Mælaborði Ferðaþjónustunnar

Í Mælaborði Ferðaþjónustunnar má nú nálgast skýrslu sem sýnir atvinnutekjuþróun innan ákveðinna svæða í íslenskri ferðaþjónustu undanfarin ár. Má þar meðal annars sjá meðaltekjur á hvern íbúa innan svæðanna, sem og hlutdeild tekna í ferðaþjónustu af heildartekjum í öllum atvinnugreinum.
Lesa meira

Evrópubúar ætla að ferðast mikið í sumar - Láta hækkandi ferðakostnað ekki aftra sér

Þrátt fyrir mikla verðbólgu, heimsfaraldur og stríðsátök í Evrópu hafa 73% Evrópubúa áform um að ferðast á tímabilinu júní til nóvember í ár samkvæmt könnun sem Evrópska ferðamálaráðið (ETC) kynnti á heimasíðu ráðsins í síðustu viku. Könnunin er nú lögð fyrir í tólfta sinn meðal íbúa helstu ferðamannaþjóða Evrópu.
Lesa meira

Samráðshópur um málefni Reynisfjöru skipaður til að efla öryggi ferðamanna

Samráðsfundur stjórnvalda með landeigendum í Reynisfjöru var haldinn í Vík í Mýrdal þriðjudaginn 21. júní 2022. Fundurinn ákvað að eiga formlegt samstarf um að efla öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. Samráðshópur taki til starfa þar sem taki þátt fulltrúar landeigenda,
Lesa meira

Velta í ferðaþjónustu sú sama og fyrir heimsfaraldur

Sá athyglisverði áfangi náðist mánuðina mars og apríl í ár að velta þeirra atvinnugreina sem Hagstofa Íslands flokkar saman sem einkennandi greinar ferðaþjónustu náði veltunni sömu mánuði árið 2019, síðasta ár fyrir Covid. Hagstofan notar skilgreiningu frá evrópsku hagstofunni (Eurostat) á einkennandi greinum ferðaþjónustu og upplýsingar um veltu þeirra koma úr VSK skýrslum þeirra til skattsins.
Lesa meira

Reynisfjara – samráð stjórnvalda með landeigendum

Boðað er til fundar til að ræða hvernig auka megi öryggi þeirra sem vilja njóta náttúruperlunnar Reynisfjöru, eins fjölsóttasta ferðamannastaðar landsins. Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu Leikskálum í Vík í Mýrdal þriðjudaginn 21. júní nk. kl. 19:30.
Lesa meira