Fara í efni

Breytt greiðslufyrirkomulag styrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna áhrifa Covid-19

Þjónustuhús við upphaf gönguleiðar í Stórurð er meðal verkefna sem Framkvæmdasjóðurinn hefur styrkt.
Þjónustuhús við upphaf gönguleiðar í Stórurð er meðal verkefna sem Framkvæmdasjóðurinn hefur styrkt.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur ákveðið að veita tímabundna breytingu á greiðslufyrirkomulagi styrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Samkvæmt reglugerð sjóðsins hefur meginreglan til þessa verið sú að greiða styrk út þegar verkefni er lokið og lokaskýrsla samþykkt. Þá hefur styrkþega verið heimilt að skila inn framvinduskýrslu sem lýsir a.m.k. hálfnuðu verki og við samþykkt hennar fengið 40% af styrkfjárhæðinni.

Brugðist við lausafjárvanda

Breytingin sem nú er gerð, gildir um úthlutanir sjóðsins árin 2020 og 2021. Hún hefur í för með sér að hægt er að greiða út styrki með fimm jöfnum greiðslum eftir framgangi verkefna gegn framlagningu framvinduskýrslu og reikninga. Með þessu er brugðist við lausafjárvanda styrkþega í kjölfar heimsfaraldurs kórónaveiru og komið í veg fyrir að framkvæmdir stöðvist vegna skorts á fjármagni.

Nánar um Framkvæmdasjóðinn