29.04.2020
Að beiðni Ferðamálastofu hefur ráðgjafarsvið KPMG unnið greiningu á rekstri og fjárhagsstöðu fyrirtækja í ferðaþjónustu. Tilgangur greiningarinnar var að meta hvernig fjárhagsleg úrræði stjórnvalda sem komið höfðu fram vegna COVID-19 heimsfaraldursins fyrir gærdaginn, 28. apríl, væru líkleg til að nýtast félögum í ferðaþjónustu á Íslandi.
Lesa meira
29.04.2020
Ferðaskrifstofuleyfi fyrirtækisins E-níu flutningar, með skráð hjáheitið, GTI Gateway to Iceland ehf., kt. 691210-0570, Lágengi 26, 800 Selfossi, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofan hefur verið úrskurðuð gjaldþrota.
Lesa meira
29.04.2020
Ferðaskrifstofuleyfi fyrirtækisins Saga Travel ehf., kt. 421009-1040, Fjölnisgötu 6a, 603 Akureyri, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofan var úrskurðuð gjaldþrota 27. apríl sl.
Lesa meira
29.04.2020
Ferðamálastofa hefur undanfarið boðið upp á fjarnámskeið í gerð öryggisáætlana, samkvæmt lögum ber hverjum þeim sem hyggst framkvæma skipulagðar ferðir á íslensku yfirráðasvæði að hafa öryggisáætlanir fyrir ferðir sínar. Næstu námskeið verða 6. og 7. maí og er skráning hafin.
Lesa meira
28.04.2020
Iceland Travel Tech fer fram í annað sinn þann 8. maí í stafrænum heimi. Iceland Travel Tech er sameiginlegt verkefni Ferðamálastofu og Íslenska ferðaklasans sem miðar að því að auka áherslu á tækni í íslenskri ferðaþjónustu.
Lesa meira
28.04.2020
Ferðamálastofa stóð í gær fyrir kynningarfundi um væntanlegt hvatningarátak vegna ferðalaga innanlands. Meðal annars var farið yfir hvernig ferðaþjónustan getur nýtt sér hvatningarátakið og auglýsingaefni sem útbúið verður í tengslum við það. Efni frá fundinum er nú aðgengilegt hér á vefnum.
Lesa meira
22.04.2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur ráðstafað 200 milljón kr. viðbótarframlagi til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða á árinu 2020 með hliðsjón af vinnu stjórnar sjóðsins frá úthlutun ársins 2020 í mars síðastliðinn.
Lesa meira
20.04.2020
Í vor fer í gang nýtt átak þar sem Íslendingar eru hvattir til að ferðast innanlands í ár og kaupa vörur og þjónustu. Markmiðið er að vekja athygli á fjölbreyttri ferðaþjónustu um allt land. Allt efni er hugsað þannig að það nýtist fyrir alla landshluta og að aðilar í ferðaþjónustu og aðrir geti auðveldlega nýtt það í sínu eigin markaðsefni og aðgerðum.
Lesa meira
17.04.2020
Miklar líkur eru á að rekstrarlægðin sem COVID-19 heimsfaraldurinn veldur í ferðaþjónustu hér á landi muni verða djúp og vara næstu 12-24 mánuði. Þetta er meðal þess sem lesa má í skýrslunni Áhrif COVID-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja sem ráðgjafarsvið KPMG hefur unnið með Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála.
Lesa meira
17.04.2020
Heildarfjöldi greiddra gistinótta ferðamanna á Íslandi var um 10 milljónir árið 2019. Hlutdeild erlendra ferðamanna var um 89%.
Lesa meira