Hvatningarátak vegna ferðalaga innanlands í undirbúningi

Hvatningarátak vegna ferðalaga innanlands í undirbúningi
Hinar nýju náttúrulaugar Vök Baths við Egilsstaði. Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson

Í vor fer í gang nýtt átak þar sem Íslendingar eru hvattir til að ferðast innanlands í ár og kaupa vörur og þjónustu. Markmiðið er að vekja athygli á fjölbreyttri ferðaþjónustu um allt land.

Allt efni er hugsað þannig að það nýtist fyrir alla landshluta og að aðilar í ferðaþjónustu og aðrir geti auðveldlega nýtt það í sínu eigin markaðsefni og aðgerðum.

Uppfærið upplýsingar á ferdalag.is

Átakið verður keyrt á helstu miðlum með áherslu á net- og samfélagsmiðla og verður umferð beint inn á vefinn www.ferdalag.is, þar sem hægt er að nálgast nánari upplýsingar um fjölbreytta ferðaþjónustu, um allt land. Ef breyta þarf upplýsingum á ferdalag.is, skal strax senda póst á netfangið ferdalag@ferdamalastofa.is.

Engin viðbrögð - enginn sýnileiki

Eftir að átakið fer af stað vekjum við athygli á að þau fyrirtæki sem ekki hafa brugðist við tölvupóstum þar sem þau eru beðin að yfirfara eða staðfesta upplýsingar sínar, verða ekki sýnileg á vefnum fyrr en upplýsingar hafa verið yfirfarnar eða staðfestar.

Fyrirtæki hugi að markaðsefni

Eins er mikilvægt er að ferðaþjónustufyrirtæki séu tilbúin og nýti næstu vikur til að huga að undirbúningi og aðlaga markaðsefni. Undirbúum okkur vel og hámörkum áhrif átaksins í sameiningu. Kynningarbréf til ferðaþjónustuaðila

Kynningarmyndband

 


Athugasemdir