Fréttir

Intellecon þróar spágerð í ferðaþjónustu

Ákveðið er að semja við Intellecon ehf. um að þróa spálíkön fyrir ferðaþjónustu hér á landi. Um er að ræða fyrsta áfanga í viðameiri spágerð fyrir ferðaþjónustuna. Þessi áfangi lýtur að gerð spáa fyrir greinina í heild eftir lykilstærðum, svo sem (i) fjölda erlendra ferðamanna til landsins, (ii) meðaldvalartíma þeirra á landinu, (iii) meðaleyðslu, (iv) fjölda gistinátta. Gert er ráð fyrir að verkið verði unnið á þremur árum og fyrstu spár byggðar á því verði birtar í árslok 2022. Síðari áfangar spágerðarinnar gera ráð fyrir meiri sundurliðun spáa, þ.á m. eftir landshlutum og eftir þjóðernum ferðamanna.
Lesa meira

Ferðaþjónusta í tölum, sumar 2020 - samantekt

Ferðaþjónusta í tölum – sumar 2020 hefur að geyma samantekt um fjölda ferðamanna til landsins, skráðar gistinætur, nýtingu á hótelum og nokkrar niðurstöður er varða dvöl ferðamanna á Íslandi s.s. um tilgang ferðar, dvalarlengd og heimsóknir eftir landshlutum.
Lesa meira

Ferðamenn taldir á 24 áfangastöðum

Eftirspurn eftir rauntímagögnum um fjölda ferðamanna og dreifingu þeirra um landið hefur aukist töluvert á undanförnum árum. Því réðust Ferðamálastofa og Umhverfisstofnun í það samstarfsverkefni að fjölga áfangastöðum ferðamanna sem talið er á. Gögnin sem verða til munu nýtast við að meta álag ferðamanna á náttúru og innviði, ásamt því að meta dreifingu ferðamanna í rauntíma.
Lesa meira

Á leið ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi ferðaskrifstofunnar Á leið ehf., kt. 5107180540, Fornahaga 24, 107 Reykjavík, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt.
Lesa meira

Til mikils að vinna að ná sterkri viðspyrnu sem fyrst

Þrátt fyrir margskonar óvissu sem enn er upp varðandi þróun Covid-19 þá er ýmislegt sem við getum haft áhrif á það sem framundan er. Til mikils er að vinna til að ná sterkri viðspyrnu sem fyrst og geta þannig mætt jákvæðri þróun varðandi almennan bata þegar sú þróun kemur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í sviðsmyndagreiningu sem kynnt var á fundi sem KPMG, Ferðamálastofa og Stjórnstöð ferðamála stóðu fyrir í dag.
Lesa meira

Iceland Day Trips ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi ferðaskrifstofunnar Iceland Day Trips sf., kt. 5903130680, Þinghólsbraut 24, 200 Kópavogi, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt.
Lesa meira

Iceland Locations ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi ferðaskrifstofunnar Iceland Locations ehf., kt. 6009022530, Melgerði 2, 200 Kópavogi, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt.
Lesa meira

Stofulind ehf. - AroundTheWorld.is

Ferðaskrifstofuleyfi ferðaskrifstofunnar Stofulind ehf. með skráð hjáheitið AroundTheWorld.is, kt. 5411972579, Arnarás 4, 210 Garðabæ, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt.
Lesa meira

Bodia Ferðir ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi ferðaskrifstofunnar Bodia Ferðir ehf., kt. 6507070520, Barrholti 23, 270 Mosfellsbæ, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt.
Lesa meira

Skýrslur með niðurstöðum landamærarannsóknar 2019

Tvær skýrslur hafa verið gefnar út á vegum Ferðamálastofu sem byggja á niðurstöðum úr reglubundinni könnun Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands meðal erlendra ferðamanna árið 2019. Annars vegar er um að ræða heildarsamantekt á svörum ferðamanna og hins vegar frekari greiningu á svörum við opnum spurningum könnunarinnar.
Lesa meira