Fréttir

Hagrannsóknir gera þjóðhagslíkan fyrir ferðaþjónustu

Ákveðið er að semja við Hagrannsóknir um gerð þjóðhagslíkans (geiralíkans) fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Fyrirhugað er að tengja líkanið við fyrirliggjandi þjóðhagslíkön fyrir hagkerfið í heild og nýta það til mikilvægra högg- og aðgerðagreininga fyrir stjórnvöld þegar miklar sveiflur verða í rekstrarskilyrðum ferðaþjónustu og annarra meginatvinnuvega þjóðarinnar. Þá er líkaninu ætlað að nýtast við gerð hagspáa.
Lesa meira

Sumarið 2020 betra en væntingar stóðu til

Mikilvægt er að varpa ljósi á hvernig ferðaþjónustan brást við í þeim sérstöku aðstæðum sem hafa verið á tímum kórónuveirunnar. Ferðaþjónustan hefur orðið alvarlega fyrir barðinu á faraldrinum og samdráttur í tekjum verið gríðarlegur. Þrátt fyrir erfiða tíma hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu reynt að hagnýta sér þau tækifæri sem hafa boðist. Íslendingar voru til að mynda duglegir að ferðast um eigið land í sumar.
Lesa meira

Stöðuskýrsla (Q3) Evrópska ferðamálaráðsins - European Tourism: Trends and prospects

Þriðja ársfjórðungsskýrsla Evrópska ferðamálaráðsins (ETC) fyrir árið 2020 kom út á dögunum en þar er fjallað um þróunina í ferðaþjónustu út frá fyrirliggjandi gögnum. Í skýrslunni sem unnin er af ráðgjafafyrirtækinu Tourism Economics fyrir ETC snýst umfjöllunin að stórum hluta, líkt og í tveimur fyrri útgefnum skýrslum á árinu, um þróun heimsfaraldursins Covid-19 og það ástand sem skapast hefur í ferðaþjónustu með fækkun ferðamanna.
Lesa meira

FTF ehf. (Íslenski hesturinn ehf.)

Ferðaskrifstofuleyfi FTF ehf. (áður Íslenski hesturinn ehf.), kt. 5011100940, Skriðustekk 4, 109 Reykjavík, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofan hefur verið úrskurðuð gjaldþrota.
Lesa meira

Ratsjáin um allt land – svæðisbundin en samtengd í senn

Landshlutasamtök sjö landsvæða á Íslandi hafa tekið sig saman um að bjóða stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum þátttöku í nýrri útgáfu af Ratsjánni, samtengdu verkefni sem hefst í upphafi árs 2021.
Lesa meira

New Moments ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi ferðaskrifstofunnar New Moments ehf, kt. 4703081760, Austurströnd 1, 170 Seltjarnarnes, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt.
Lesa meira

Öngulsstaðir 3 sf. / Lamb-inn / Lamb Inn Travel

Ferðaskrifstofuleyfi ferðaskrifstofunnar Öngulsstaðir 3 sf. með skráð hjáheitið Lamb-inn og Lamb Inn Travel, kt. 5504922379, Öngulsstöðum 1, 601 Akureyri, hefur verið fellt úr gildi þar sem félaginu hefur verið slitið og ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt.
Lesa meira

Arnarstakkur ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi ferðaskrifstofunnar Arnarstakkur ehf., kt. 5908110170, Fossheiði 1, 800 Selfoss, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt.
Lesa meira

Sex þúsund brottfarir erlendra farþega í október

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um sex þúsund í nýliðnum októbermánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia, eða 96,4% færri en í október 2019, þegar brottfarir voru um 163 þúsund talsins. Langflestar brottfarir má rekja til Pólverja eða ríflega fjórðung (26,8%).
Lesa meira

Ráðgjöf um rannsóknarverkefni 2021-23

Fyrr á árinu birti Ferðamálastofa fyrstu rannsóknaráætlun sína, sem nær til áranna 2020-2022. Veigamikill þáttur við undirbúning og gerð áætlunarinnar er aðkoma ráðgefandi nefndar um gagnaöflun og rannsóknir og hefur hún nú skilað ráðgjöf snni fyrir næsta tímabil, þ.e. árin 2021-23.
Lesa meira