22.09.2020
Í dag kom út Ferðaþjónusta í tölum - september 2020. Um að ræða mánaðarlega útgáfu hjá Ferðamálastofu, stutta samantekt með nýjustu talnaupplýsingum sem Ferðamálastofa safnar um ferðamenn og ferðaþjónustu ásamt talnagögnum frá Hagstofu Íslands. Áhersla er lögð á að skoða töluleg gögn ár aftur í tímann og þær breytingar sem hafa orðið.
Lesa meira
11.09.2020
Ferðamálastofa óskar eftir umsóknum til að vinna þrjú rannsóknarverkefni. Um er að ræða spennandi tækifæri fyrir rannsóknaraðila á krefjandi tímum í ferðaþjónustu. Verkefnin eru aðskilin þannig að óskað er eftir sérstöku tilboði í hvert og eitt þeirra. Umsóknarfrestur er til 28. september næstkomandi.
Lesa meira
10.09.2020
Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 63.700 í nýliðnum ágúst samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia, eða 74,7% færri en í ágúst í fyrra, þegar þær voru um 251 þúsund talsins. Þjóðverjar voru fjömennastir í ágúst eða um 16% brottfara og fækkaði þeim um helming milli ára.
Lesa meira
08.09.2020
Ferðaskrifstofuleyfi ferðaskrifstofunnar IHR ehf., kt. 4706160400, Miklubraut 58, 105 Reykjavík, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt.
Lesa meira
08.09.2020
Ferðaskrifstofuleyfi ferðaskrifstofunnar FERÐIR FYRIR ÞIG ehf., kt. 4112141410, Friggjarbrunni 13, 113 Reykjavík, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt.
Lesa meira
08.09.2020
Demantshringurinn var formlega opnaður við hátíðlega athöfn síðastliðinn sunnudag, þegar þrír ráðherrar klipptu á borða sem var strengdur yfir nýjan Dettifossveg mitt á milli Dettifoss og Ásbyrgis. Ferðamannaleiðin er 250 kílómetra löng og tengir saman Húsavík, Goðafoss, Mývatnssveit, Dettifoss og Ásbyrgi auk fjölda annarra einstakra áfangastaða. Ferðaþjónustufyrirtæki á hringnum eru fjölmörg og bjóða upp á margvíslega möguleika í gistingu, afþreyingu, mat og drykk.
Lesa meira
05.09.2020
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2021. Opnað verður fyrir umsóknir 8. september og er umsóknarfrestur til kl. 12 á hádegi 6. október. Framkvæmdasjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.
Lesa meira
04.09.2020
Alþingi hefur samþykkt breytingu á ákvæðunum laga um Ferðaábyrgðasjóð. Umsóknarfrestur í sjóðinn hefur verið framlengdur til 1. nóvember og tímabilið sem hægt er að veita lán fyrir hefur einnig verið lengt. Þannig tekur lánveiting nú einnig til ferða sem koma áttu til framkvæmda í ágúst og september.
Lesa meira
03.09.2020
Í dag gaf Ferðamálastofa út lokaskýrslu með niðurstöðum könnunar á viðhorfum Íslendinga til ferðamanna og ferðaþjónustu haustið 2019. Í skýrslunni eru teknar saman greiningar á gögnunum sem söfnuðust haustið 2019 ásamt samanburði við fyrri landskannanir frá árinu 2017 og 2014.
Lesa meira