30.03.2020
Ferðamálastofa birtir nú niðurstöður úr nýrri könnun meðal Íslendinga um ferðalög þeirra á árinu 2019 og ferðaáform á árinu 2020. Könnunin hefur verið framkvæmd árlega með sambærilegum hætti frá árinu 2010. Er því kominn yfir áratugur af samfelldum niðurstöðum um þetta efni.
Lesa meira
27.03.2020
Fyrr í dag sendum við út upplýsingar til ferðaskrifstofa vegna árlegs endurmats tryggingarfjárhæðar. Nú hafa borist viðbótarupplýsingar sem þessu tengjast og nauðsynlegt er að koma á framfæri.
Lesa meira
27.03.2020
Að frumkvæði Ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO) og Alþjóða heilbrigðismálastofununarinnar (WHO) hefur verið sett á laggirnar samkeppni sem hefur að markmiði að fá frumkvöðla til að koma fram með nýjungar í ferðaþjónustu til lengri tíma. Um er að ræða ákall til ríkja heims að auka áherslu á hvers kyns nýsköpun og rannsóknir.
Lesa meira
27.03.2020
Tæplega helmingur landsmanna telur að útbreiðsla kórónaveirunnar muni að nokkru eða miklu leyti hamla ferðalögum innanlands næsta hálfa árið. Engu að síður stefna tæp 90% landsmanna að því að ferðast innanlands. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Ferðamálastofa lét framkvæma til að meta áhrif kórónaveirunnar á ferðaáform landsmanna.
Lesa meira
26.03.2020
Útbúin hafa verið tvö ný leiðbeiningamyndbönd til aðstoðar þeim sem annað hvort eru að sækja um ný ferðaskrifstofuleyfi eða skila inn árlegum gögnum vegna endurmats tryggingarfjárhæðar.
Lesa meira
25.03.2020
Nú er sem kunnugt er búið er að herða kröfurnar vegna samkomubans og hámarks fjöldi í hópum og hverju rými er 20 manns. Ferðamálastofa hefur í samvinnu við Embætti landlæknis og heilbrigðisráðuneytið unnið eftirfarandi leiðbeiningar. Munum einnig 2ja metra regluna.
Lesa meira
24.03.2020
Ferðamálastofa gefur nú út fréttapunkta fyrir hagaðila í ferðaþjónustu þar sem teknar eru saman upplýsingar og greiningar á stöðu og horfum í greininni, heimafyrir og alþjóðlega á þeim óvissutímum sem nú eru. Ákveðið hefur verið að opna póstlista þessarar upplýsingagjafar fyrir öllum þeim sem áhuga hafa.
Lesa meira
24.03.2020
Í ljósi þeirra sérstöku aðstæðna sem uppi eru vegna útbreiðslu COVID-19 hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið beint því til ferðamanna að huga vel að því hvort þeir geti tekið við inneignarnótu fyrir pakkaferð í stað endurgreiðslu. Jafnframt hefur Neytendastofa gefið út leiðbeiningar um inneignarnótur og breytingar pakkaferða.
Lesa meira
23.03.2020
Ferðamálastofa, Neytendastofa, Neytendasamtökin og Samgöngustofa stóðu í dag fyrir upplýsingafundi fyrir ferðaþjónustuna. Farið var yfir skyldur ferðaþjónustuaðila og rétt neytenda. Fundurinn var alfarið með fjarfundarfyrirkomulagi og streymt á Facebooksíðu Ferðamálastofu.
Lesa meira
20.03.2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, hefur gefið út reglugerð sem heimilar Ferðamálastofu að taka tillit til aðstæðna tryggingaskyldra aðila vegna Covid-19 faraldursins og áhrifa hans á íslensk ferðaþjónustufyrirtæki við útreikning tryggingarfjárhæðar. Samkvæmt reglugerðinni, sem hefur þegar tekið gildi, er heimilt að áætlun tryggingaskylds aðila fyrir árið 2020 verði lögð til grundvallar við útreikning í stað ársins 2019 eins og gildandi reglur gera ráð fyrir.
Lesa meira