Fréttir

Upplýsingar um réttindi ferðafólks vegna COVID-19

Ertu á leið í ferðalag eða að velta því fyrir þér að fara í ferðalag og ert óviss um réttindi þín vegna Covid-19 veirunnar? Hér að neðan nokkrar upplýsingar sem Ferðamálastofa hefur tekið saman.
Lesa meira

Heildarfjöldi ferðamanna ríflega 2 milljónir 2019

Heildarfjöldi erlendra ferðamanna til Íslands árið 2019 var um tvær milljónir, þegar allir innkomustaðir eru taldir. Um var að ræða 14,1% færri ferðamenn en árið 2018 en þá mældust þeir um 2,3 milljónir. Þeim til viðbótar eru farþegar skemmtiferðaskipa, sem taldir sérstaklega sem dagsferðamenn, en um 188 þúsund farþegar komu með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur á síðasta ári.
Lesa meira

Framlag innflytjenda í íslenskri ferðaþjónustu

Ýmsar áhugaverðar niðurstöður má lesa út úr rannsókn dr. Hallfríðar Þórarinsdóttur um framlag innflytjenda í íslenskri ferðaþjónustu, sem hún kynnti á hádegisfyrirlestri Ferðamálastofu í gær. Kynningin byggir á rannsókn og samnefndri skýrslu: "Innflytjendur í ferðaþjónustu – drifkraftur vaxtar og hagsældar. Umbreytingar á íslenskum vinnumarkaði", sem kom út á síðasta ári.
Lesa meira

Ferðaþjónusta í tölum - Febrúar 2020

Í dag kom út Ferðaþjónusta í tölum - febrúar 2020. Um er að ræða mánaðarlega útgáfu hjá Ferðamálastofu, stutta samantekt með nýjustu talnaupplýsingum sem Ferðamálastofa safnar um ferðamenn og ferðaþjónustu ásamt talnagögnum frá Hagstofu Íslands. Áhersla er lögð á að skoða töluleg gögn ár aftur í tímann og þær breytingar sem hafa orðið.
Lesa meira

Varað við hellaskoðun á Reykjanesi

Í gær voru gerðar gasmælingar við Eldvörpin á Reykjanesskaga. Slíkar mælingar eru nú gerðar vikulega sem hluti af viðbragði vegna landriss við Þorbjörn. Breytinga hefur orðið vart og vilja Veðurstofan og Almannavarnadeild Lögreglunnar vara við hellaskoðun á svæðinu en mælingar sýndu lífshættuleg gildi á koltvísýringi og súrefnisleysi í helli.
Lesa meira

Perlan og Tanni Travel í Vakann

Tvö öflug fyrirtæki bættust á dögunum í hóp gæðafyrirtækja Vakans. Þetta eru Perla norðursins og austfirska ferðaskrifstofan Tanni Travel.
Lesa meira

13% fækkun milli ára í janúar

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 121 þúsund í nýliðnum janúar eða um 18 þúsund færri en í janúar árið 2019 samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Fækkun milli ára nemur 113%. Er þetta annað árið í röð sem brottförum farþega fækkar í janúar. Bretar voru fjölmennastir í janúar eða fjórðungur ferðamanna og fækkaði þeim um 12% milli ára. Bandaríkjamenn voru næstfjölmennastir, 14,8% af heild, en brottfarir þeirra voru ríflega ellefu þúsund færri en í janúar 2019 eða um 39,4% milli ára. Fækkun Bandaríkjamanna í janúar vegur þannig langþyngst í fækkun farþega í janúar
Lesa meira

Hægari vöxtur í alþjóðaflugi á árinu 2019

Eftirspurn í farþegaflugi á alþjóðavísu jókst um 4,2% á milli áranna 2018 og 2019, samkvæmt nýbirtum tölum Alþjóðsambands flugfélaga (IATA). Mælikvarðinn sem IATA notar er seldir sætiskílómetrar (e. revenue passenger kilometers - RPK).
Lesa meira