Skráning hafin á Iceland Travel Tech 8. maí

Iceland Travel Tech fer fram í annað sinn þann 8. maí í stafrænum heimi. Iceland Travel Tech er sameiginlegt verkefni Ferðamálastofu og Íslenska ferðaklasans sem miðar að því að auka áherslu á tækni í íslenskri ferðaþjónustu.

Skráning

Ráðstefnan fer fram eingöngu á stafrænu formi þetta árið og er nauðsynlegt að skrá sig til þess að fá upplýsingar um dagskrá og erindin.

 

Skráning á Iceland Travel Tech

 

Hvernig sækjum við fram í breyttum heimi?

Þema ráðstefnunnar í ár er: Hvernig sækjum við fram í breyttum heimi? (How to move forward) þar sem tækni í hótelgeiranum og tækni til almennra framfara í fyrirtækjarekstri ferðaþjónustunnar verða í forgrunni.

Aðalfyrirlesarar 

Tveir aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar verða Paul Papadimitriou stofnandi Intelligencr, London og Signe Jungersted framkvæmdastjóri Group NAO í Danmörku


Athugasemdir