Fréttir

Ferðaþjónusta í tölum - janúar 2020

Í dag kom út Ferðaþjónusta í tölum - janúar 2020. Um er að ræða stutta samantekt með nýjustu talnaupplýsingum sem Ferðamálastofa safnar um ferðamenn og ferðaþjónustu ásamt talnagögnum frá Hagstofu Íslands. Áhersla er lögð á að skoða töluleg gögn ár aftur í tímann og þær breytingar sem hafa orðið.
Lesa meira

Kínverskir ferðamenn á Íslandi

Í ljósi fregna af takmörkun á ferðalögum Kínverja er eðlilegt að spurningar vakni um áhrif þess á íslenska ferðaþjónustu. Þess ber að geta að Ferðamálastofa fylgist vel með framvindu kórónaveirunnar og er í nánu sambandi við sóttvarnalækni varðandi upplýsingar sem miðla þarf áfram til ferðaþjónustunnar.
Lesa meira

Kórónaveira - upplýsingar til ferðaþjónustuaðila

Ferðamálastofa hefur sent út upplýsingar frá sóttvarnalækni vegna útbreiðslu kórónaveiru. Því er sérstaklega beint til gististaða og hópferðaaðila að prenta upplýsingarnar út og hengja upp í móttöku. Tilkynningin er á íslensku, ensku og kínversku. Einnig fylgja tenglar á leiðbeiningar til starfsfólks í framlínu á 4 tungumálum.
Lesa meira

Opið fyrir styrkumsóknir vegna ferðamálasamstarfs við Grænland og Færeyjar

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Lokafrestur til að skila umsókn er 25. febrúar 2020. Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru.
Lesa meira

Efni frá fundi um móttöku ferðafólks frá Kína

Efni og upptökur frá fjölsóttum fundi í gær um móttöku ferðafólks frá Kína er nú hægt að nálgast hér á vefnum. Ferðamálastofa, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustunnar, Íslandsstofa og Íslensk-kínverska viðskiptaráðið stóðu fyrir fundinum.
Lesa meira

Þróun og horfur í rekstri ferðaþjónustunnar

Fjölmennt var á hádegisfyrirlestri Ferðamálastofu í dag þar sem kynnt var nýleg greining Ferðamálastofu á rekstri og efnahag ferðaþjónustugreina til 2018, leitast við að varpa ljósi á þróun helstu áhrifavalda á umfang og arðsemi íslenskrar ferðaþjónustu á nýliðnu ári og rætt um horfurnar um þá á nýhöfnu ferðaári. Jóhann Viðar Ívarsson vann greininguna og kynnti helstu niðurstöður á fundinum.
Lesa meira

Ferðamenn frá Kína - Breytt staðsetning á fræðslufundi

Vegna mikillar þátttöku hefur verið ákveðið að færa fræðslufundinn „Hvernig tökum við á móti ferðamönnum frá Kína?“ miðvikudaginn 22. janúar yfir á Grand Hótel Reykjavík, Gullteig. Tímasetning er óbreytt, þ.e. kl. 9-11.
Lesa meira

Vegna atviks við Langjökul 7. janúar

Í kjölfar frétta af farþegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers sem lentu í hrakningum í vélsleðaferð þann 7. janúar sl. óskaði Ferðamálastofa eftir gildandi öryggisáætlun fyrirtækisins og skýringum á tilurð atviksins.
Lesa meira

Námskeið - Þjónusta við ferðamenn við Kína

Í beinu framhaldi af fræðslufundi um móttöku ferðamanna frá Kína þann 22. janúar næstkomandi, boða Ferðamálastofa og Íslandsstofa til námskeiðs um hvernig best er að taka á móti og þjónusta ferðamenn frá Kína.
Lesa meira

Ísafjörður - Stafræn fræðsla og markaðssetning

Ferðamálastofa býður í samvinnu við Vestfjarðastofu upp á námskeið í stafrænni markaðssetningu sem ætlað er litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Farið verður í helstu atriði stafrænnar þróunnar og markaðssetningar ferðaþjónustufyrirtækja, svo sem bókunarsíður (Booking og Expedia t.d.), Google, samfélagsmiðla og heimasíður, leitarvélabestun og gerð markaðsáætlana.
Lesa meira