Reglugerð um breytingar á tryggingafé ferðaskrifstofa vegna sölu pakkaferða

Reglugerð um breytingar á tryggingafé ferðaskrifstofa vegna sölu pakkaferða
Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, hefur gefið út reglugerð sem heimilar Ferðamálastofu að taka tillit til aðstæðna tryggingaskyldra aðila vegna Covid-19 faraldursins og áhrifa hans á íslensk ferðaþjónustufyrirtæki við útreikning tryggingarfjárhæðar.

Samkvæmt reglugerðinni, sem hefur þegar tekið gildi, er heimilt að áætlun tryggingaskylds aðila fyrir árið 2020 verði lögð til grundvallar við útreikning í stað ársins 2019 eins og gildandi reglur gera ráð fyrir.

Skilyrði þess að Ferðamálastofa geti fallist á lækkun tryggingarfjárhæðar er að samdráttur hafi orðið í tryggingaskyldri veltu á milli ára, að tryggingaskyldur aðili sé ekki í vanskilum með opinber gjöld eða að öðru leyti sé ekki ástæða til að ætla að trygging muni ekki nægja komi til gjaldþrots eða rekstrarstöðvunar.

Umsóknir ásamt fylgigögnum skulu berast Ferðamálastofu, sem veitir allar nánari upplýsingar, fyrir 1. apríl nk.

Reglugerðina má finna hér.

Ekki veittur viðbótarfrestur

Margar fyrirspurnir berast um hvort að veittur verði viðbótarfrestur í ljósi aðstæðna. Ekki verður veittur viðbótarfrestur heldur lögð áhersla á vönduð og tímanleg skil enda eru þau forsenda þess að ferðaskrifstofur geti fengið tryggingarfjárhæðir endurmetnar.

Forsvarsmönnum ferðaskrifstofa er sérstaklega bent á upplýsingafund fyrir ferðaþjónustuaðila nk. mánudag kl. 10


Athugasemdir