Fara í efni

Tæp 90% Íslendinga hyggja á ferðalög innanlands á næstu mánuðum

Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson
Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson

Tæplega helmingur landsmanna telur að útbreiðsla kórónaveirunnar muni að nokkru eða miklu leyti hamla ferðalögum innanlands næsta hálfa árið. Engu að síður stefna tæp 90% landsmanna að því að ferðast innanlands. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Ferðamálastofa lét framkvæma til að meta áhrif kórónaveirunnar á ferðaáform landsmanna.

  

Útbreiðsla kórónaveirunnar mun hafa áhrif á ferðalög

Á meðan 46,1% landsmanna telur að útbreiðsla kórónaveirunnar muni hafa nokkur eða mikil áhrif á ferðalög innanlands telja 45,5% landsmanna að veiran komi til með að hafa lítil sem engin áhrif á ferðalög innanlands.

 

 

 

 

Flestir hyggja á ferðalög innanlands

Þrátt fyrir að útbreiðsla kórónaveirunnar muni hafa töluverð áhrif á ferðalög landsmanna stefna tæp 90% þeirra engu að síður að því að ferðast innanlands næsta hálfa árið. Um 60% ætla að ferðast um landið innan þriggja mánaða.

*Spurningarnar voru lagðar fyrir í netkönnun 18.-20. mars síðastliðinn. Í úrtakinu voru Íslendingar á aldrinum 18-80 ára, valdir handahófskennt úr 18.000 einstaklinga álitsgjafahópi MMR sem valinn er með tilviljunarúrtaki úr þjóðskrá. Svarfjöldi var 1.081. Svör voru vigtuð út frá upplýsingum um þýði frá Hagstofu Íslands.