Heildarfjöldi ferðamanna ríflega 2 milljónir 2019

Heildarfjöldi ferðamanna ríflega 2 milljónir 2019
Friðland að Fjallabaki. Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson

Heildarfjöldi erlendra ferðamanna til Íslands árið 2019 var um tvær milljónir, þegar allir innkomustaðir eru taldir. Um var að ræða 14,1% færri ferðamenn en árið 2018 en þá mældust þeir um 2,3 milljónir.

allir ferðamenn 2ö019 - tafla

Þetta má sjá nánar í töflunni hért til hliðar, 5 ár aftur í tímann. Fyrir ferðamenn sem koma í gegnum Keflavíkurflugvöll og með Norrænu má greina nánara niðurbrot eftir þjóðernum. Sjá nánar í Excel-skjali

Til viðbótar eru farþegar skemmtiferðaskipa taldir sérstaklega sem dagsferðamenn, en um 188 þúsund farþegar komu með
skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur á síðasta ári. 

 

Heildarfjöldi ferðamanna 2019

Fjöldi ferðamanna árið 2019

Grafið hér til hliðar sýnir þróunina myndrænt síðustu 5 árin, annars vegar fjöldann og hins vegar breytingu frá fyrra ári.

  • Um tvær milljónir ferðamanna komu með flugi um Keflavíkurflugvöll eða 98,7% af heildarfjölda ferðamanna.
  • Tæp nítján þúsund komu með Norrænu um Seyðisfjörð eða 0,9% af heild.
  • Um átta þúsund komu með flugi um aðra flugvelli en Keflavík eða um 0,4% af heild.

Undir Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll hér á vefnum má nálgast frekari upplýsingar um samsetningu ferðamanna.

 

Farþegar skemmtiferðaskipa 2019Fjöldi erlendra farþega með skemmtiferðaskipum 
til Reykjavíkur 2019

Heildarfjöldi farþega árið 2019 var um 188 þúsund og er um að ræða 30,4% fjölgun farþega frá 2018 en þá voru þeir um 144 þúsund.

  • Meira en 95% skemmtiferðaskipa hafa viðkomu í Reykjavík
  • Skipin koma í langflestum tilfellum frá miðjum maí fram í miðjan október.
  • Þjóðverjar, Bandaríkjamenn og Bretar voru um 65% farþega til Reykjavíkur árið 2019.

 

Í Mælaborði ferðaþjónustunnar má skoða upplýsingar um fjölda skemmtiferðaskipa og farþega á öllum höfunum landsins, unnið upp úr gögnum SafeSeaNet sem er eftirlitskerfi með umferð skipa.

*Gera verður ráð fyrir frávikum í talningum á Keflavíkurflugvelli þar sem þær ná til allra brottfara þ.m.t. erlendra ríkisborgara búsettra hérlendis og  sjálftengifarþega. 
*Tölur fyrir farþega með ferjunni Norrænu um Seyðisfjörð og flugfarþega um aðra flugvelli en Keflavík byggja á mati út frá sölu- og farþegatölum.

 

 


Athugasemdir