Fara í efni

Framlag innflytjenda í íslenskri ferðaþjónustu

Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson
Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson

Ýmsar áhugaverðar niðurstöður má lesa út úr rannsókn dr. Hallfríðar Þórarinsdóttur um framlag innflytjenda í íslenskri ferðaþjónustu, sem hún kynnti á hádegisfyrirlestri Ferðamálastofu í gær. Kynningin byggir á rannsókn og samnefndri skýrslu: "Innflytjendur í ferðaþjónustu – drifkraftur vaxtar og hagsældar. Umbreytingar á íslenskum vinnumarkaði", sem kom út á síðasta ári.


Umbreyting á íslenskum vinnumarkaði

Í kynningunni fór Hallfríður m.a. yfir vöxtinn í ferðaþjónustunni síðustu ár, starfstengda fólksflutninga og helstu einkenni innflytjendalandsins Íslands í alþjóðlegu samhengi. Fókus rannsóknarinnar beindist að þeim umbreytingum sem eru að verða á íslenskum vinnumarkaði með sístækkandi hlutdeild innflytjenda.

Etnísk lagskipting 

Í erindinu rakti Hallfríður dæmi um hvernig etnísk lagskipting birtist í ferðaþjónustunni og þremur undirgreinum hennar: hótelum, bílaleigum og hópferðafyrirtækjum. Ennfremur fjallaði hún um ósýnileg störf sem tengjast greininni og skuggahliðar ferðaþjónustunnar.

Efni frá fundinum