Fara í efni

Umsækjendur í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða hugi að undirbúningi

Bjarnarfoss í Staðarsveit, fallegur áningarstaður fyrir alla til að njóta, er á meðal verkefna sem F…
Bjarnarfoss í Staðarsveit, fallegur áningarstaður fyrir alla til að njóta, er á meðal verkefna sem Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur styrkt.

Opnað verður fyrir umsóknir vegna næstu úthlutunar úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða um mánaðarmótin september - október. Aðilar eru hvattir til að huga að umsóknum sínum í tíma og er ekkert því til fyrirstöðu að þeir hefji undirbúning nú þegar. 

Hlutverk Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitir styrki til uppbyggingar, viðhalds og verndurnar ferðamannastaða sem eru í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila um land allt og til aðgerða sem stuðla að öryggi ferðamanna og náttúru landsins. Einnig er sjóðnum ætlað að fjölga viðkomustöðum ferðafólks til að draga úr álagi á fjölsótta ferðamannastaði.

Bundið við tilteknar framkvæmdir

Vert er að undirstrika að aðeins eru veittir styrkir til tiltekinna framkvæmda á ferðamannastöðum, ekki til staðanna sem slíkra eða til aðila.  Þá veitir sjóðurinn ekki framlög til rekstrarkostnaðar ferðamannastaða eða til verkefna sem þegar hefur verið lokið.

Undirbúningur borgar sig

Þeims sem ætla sér að sækja um í sjóðinn er ekkert að vanbúnaði að hefja undirbúning. Þannig má til dæmis kynna sér lög nr. 75/2011 um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og reglugerð um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða þar sem nánar er fjallað um styrkveitingar, fyrirkomulag úthlutana og margt fleira. Umsækjendum er bent á að gott getur verið að taka myndir af svæðum á meðan jörð er enn auð.