Fara í efni

Yfirferð krafna vegna Gamanferða á lokametrunum

Yfirferð krafna vegna Gamanferða á lokametrunum

Vinna við yfirferð krafna í tryggingarfé Gaman ehf. gengur vel og er á lokametrunum. Búið er að afgreiða þær kröfur sem ekki fullnægja skilyrðum endurgreiðslu og hefur viðkomandi kröfuhöfum verið send tilkynning þess efnis rafrænt, í þjónustugátt Ferðamálastofu og afrit í tölvupósti, sé hann til staðar.

Eins og fram hefur komið bárust Ferðamálastofu 1.036 kröfur og eins og gefur að skilja getur tekið einhvern tíma að koma ákvörðunum til allra. Ferðamálastofa mun ekki senda ákvarðanir sínar í almennum pósti heldur verða þær aðeins sendar rafrænt, þ.e. í gegnum þjónustugáttina og afrit í tölvupósti. Að öllu forfallalausu geta aðilar búist við að það gerist á fyrstu dögum októbermánaðar.