Öryggisáætlanir fyrir allar ferðir

Öryggisáætlanir fyrir allar ferðir
Mynd: ©Ragnar Th. Sigurðsson

Ferðaþjónustufyrirtæki sem hyggjast veita gæðaþjónustu verða að hafa öryggismálin í lagi. Eitt af aðalatriðunum í því er gerð öryggisáætlana en lögum samkvæmt ber öllum þeim sem framkvæma skipulagðar ferðir á íslensku yfirráðasvæði að hafa öryggisáætlanir. Söluaðilar verða einnig að ganga úr skugga um að þeir sem framkvæma ferðir séu með öryggisáætlanir.

Leiðbeiningar og hjálparefni

Í grunninn samanstendur öryggisáætlun af fjórum þáttum sem eru: Áhættumat, verklagsreglur, viðbragðsáætlun og atvikaskýrsla. Hér á vefnum er að finna upplýsingar, leiðbeiningar og hjálparefni um gerð öryggisáætlana sem ferðaþjónustuaðilar hafa frjálsan aðgang að.

Mikilvægur þáttur í forvörnum

Ferðamálastofa leggur einnig áherslu á að gerð öryggisáætlana er mikilvægur þáttur í forvörnum atvinnugreinarinnar í heild sinni. Stofnunin getur hvenær sem er kallað eftir öryggisáætlunum hjá fyrirtækjum og því nauðsynlegt að þær séu ætíð til reiðu.


Athugasemdir