Innköllun - Þrotabú WOW air hf.

Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur uppkveðnum 28. mars 2019 var eftirtalið bú tekið til gjaldþrotaskipta. Sama dag voru undirritaðir skipaðir skiptastjórar í búinu. Frestdagur við gjaldþrotaskiptin er 28. mars. 2019.

Nafn bús: 
WOW air hf.,
kt. 451011-0220,
Katrínartúni 4, Reykjavík. 28. mars 2019

Skiptafundur föstudaginn 16. ágúst 2019 kl. 13.00:
Hér með er skorað á alla þá, sem telja til skulda eða annarra réttinda á hendur búinu eða eigna í umráðum þess, að lýsa kröfum sínum fyrir undirrituðum skiptastjórum í búinu innan fjögurra mánaða frá fyrri birtingu innköllunar þessarar.

Kröfulýsingar skulu sendar Sveini Andra Sveinssyni hrl. skiptastjóra að Grjótagötu 7, 101 Reykjavík.

Skiptafundur til að fjalla um skrá um lýstar kröfur og ráðstöfun á eignum og réttindum búsins verður haldinn í fundarsal á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, á ofangreindum tíma.

Skrá um lýstar kröfur mun liggja frammi á skrifstofum skiptastjóra síðustu viku fyrir skiptafundinn.

Reykjavík, 29. mars 2019.
Sveinn Andri Sveinsson hrl.
Þorsteinn Einarsson hrl.


Athugasemdir