Nýtt í Mælaborðinu – Fyllri upplýsingar um flugmál

Nýtt í Mælaborðinu – Fyllri upplýsingar um flugmál
Úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Mynd: Isavia

Nýjasta viðbótin í Mælaborði ferðaþjónustunnar dregur fram áhugaverðar upplýsingar um flug til og frá landinu. Nú er hægt að sjá fjölda aflýstra fluga, meðalseinkun og hlutfall flugferða á áætlun (On time performance) á Keflavíkurflugvelli, allt saman eftir flugfélögum.

Upplýsingarnar er að finna undir flipanum „Flug“ en eins og áður hefur verið greint frá sýnir Mælaborð ferðaþjónustunnar  nú upplýsingar um komur og brottfarir til og frá Keflavíkurflugvelli frá ársbyrjun 2018. Þessi mikilvægu gögn flugumferðar voru fengin hjá ferðafjölmiðlinum Túrista, sem vann þau af vef Isavia, og fæst nú loks í fyrsta skipti heildstæð mynd yfir hvaða flugfélög fljúga til Íslands, tíðni flugferða, fjöldi flugleggja og fleira.


Athugasemdir