20.12.2019
Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofa, Íslandsstofa og Íslensk-kínverska viðskiptaráðið gangast fyrir fræðslufundi miðvikudaginn 22. janúar 2020. Fundurinn verðu haldinn í húsnæði Kínverska sendiráðsins að Bríetartúni 1 og stendur frá 9 til 11.
Lesa meira
20.12.2019
Ferðamálastofa hefur fellt niður ferðaskrifstofuleyfi Farvel ehf. þar sem fyrirtækið uppfyllti ekki lengur skilyrði laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun um skil gagna og hafði ekki ekki sinnt ákvörðun Ferðamálastofu um hækkun tryggingarfjárhæðar. Farvel ehf. hefur nú hætt starfsemi.
Lesa meira
20.12.2019
Í dag kom út Ferðaþjónusta í tölum - desember 2019. Líkt og fram hefur komið er um að ræða mánaðarlega útgáfu hjá Ferðamálastofu, stutta samantekt með nýjustu talnaupplýsingum sem Ferðamálastofa safnar um ferðamenn og ferðaþjónustu ásamt talnagögnum frá Hagstofu Íslands. Áhersla er lögð á að skoða töluleg gögn ár aftur í tímann og þær breytingar sem hafa orðið.
Lesa meira
19.12.2019
Verkefnið „Guðlaug – heit laug í grjótvörn við Langasand á Akranesi“ er handhafi Umhverfisverðlauna Ferðamálstofu árið 2019. Verðlaunin voru afhent í gær í blíðskaparveðri við Guðlaugu.
Lesa meira
18.12.2019
Inn í Mælaborði ferðaþjónustunnar er nú hægt að skoða tölur um áætlaðan fjölda og dreifingu ferðamanna á völdum ferðamannastöðum á Íslandi.
Lesa meira
16.12.2019
Bláa Lónið er nú komið með alla sína starfsemi í Vakann, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar. Nýjasta vottunin er Silica Hótel með 4 stjörnur superior og Moss veitingastaður sem er nú gæðavottaður.
Lesa meira
13.12.2019
Vegna tæknilegra örðugleika kom í ljós að leiðrétta þarf áætlaða hlutfallsskiptingu milli þjóðerna í farþegatalningu á Keflavíkurflugvelli í október og nóvember. Heildarfjöldi brottfararfarþega er óbreyttur og breytingin hefur lítil áhrif á heildarmyndina.
Lesa meira
11.12.2019
Ferðamálastofa fékk góða gesti í liðinni viku þegar hér dvaldi 12 manna hópur ferðaþjónustufólks frá Eþíópíu. Tilgangurinn var að kynnast ferðaþjónustu á Íslandi og sá Ferðamálastofa um skipulag ferðarinnar. Í lok heimsóknarinnar var skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf á milli Ferðamálastofu og Tourism Ethiopia.
Lesa meira
09.12.2019
Í nýrri greiningu Ferðamálastofu er farið yfir rekstur og efnahag atvinnugreina sem Hagstofan flokkar saman sem einkennandi greinar ferðaþjónustu. Fram kemur að ferðaþjónustufyrirtæki standa frammi fyrir áskorunum samfara minnkandi arðsemi og lækkum eiginfjárhlutfalls, sem kallar á að leitað verði hagræðingar í rekstri eftir bestu getu.
Lesa meira
29.11.2019
Þótt kannanir sýni að meirihluti erlendra ferðamanna sé ánægður með dvöl sína hérlendis og myndi mæla með Íslandi sem áfangastað, þá benda niðurstöður landamærakönnunar á ýmis atriði sem íslensk ferðaþjónusta getur bætt þannig að upplifun verði enn betri. Bæði er um að ræða þætti sem snúa að greininni sjálfri og aðkomu hins opinbera.
Lesa meira