Fréttir

Viðhorf heimafólks til ferðamanna og ferðaþjónustu 2018

Í dag komu út skýrslur með niðurstöðum kannana á viðhorfum heimfólks til ferðamanna og ferðaþjónustu á fjórum áfangastöðum, Reykjanesbæ, Stykkishólmi, Húsavík og Egilsstöðum. Kannaðar voru áskoranir sem fylgja uppbyggingu ferðaþjónustu og móttöku ferðamanna á þessum stöðum.
Lesa meira

Þjóðernasamsetning metin með nýjum hætti

Frá og með 1. október voru gerðar breytingar á fyrirkomulagi talningar brottfararfarþega eftir þjóðerni á Keflavíkurflugvelli. Í stað handtalningar á öllum farþegum á leið úr landi verður þjóðernasamsetning framvegis metin út frá kerfisbundnu úrtaki.
Lesa meira

18,4% fækkun í október

Brottfarir erlendra farþega* frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 163 þúsund í októbermánuði eða um 36 þúsund færri en í október árið 2018. Fækkun milli ára nemur 18,4%. Samkvæmt niðurstöðum talninga Ferðamálastofu á skiptingu þjóðerna munar mest um fækkun Bandaríkjamanna, en brottförum þeirra fækkaði um 25 þúsund frá því í október 2018 eða um 42% milli ára.
Lesa meira

Stafræn fræðsla og markaðssetning

Ferðamálastofa býður í samvinnu við Markaðsstofu Vesturlands og Símenntunarmiðstöð Vesturlands upp á námskeið í stafrænni markaðssetningu sem ætlað er litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Farið verður í helstu atriði stafrænnar þróunar og markaðssetningar ferðaþjónustufyrirtækja, svo sem bókunarsíður (Booking og Expedia t.d.), Google, samfélagsmiðla og heimasíður, leitarvélabestun og gerð markaðsáætlana.
Lesa meira

Viðburðadagatal ferðaþjónustunnar

Ferðamálastofa hefur tekið í notkun viðburðadagatal sem ætlað er að halda utan um fagtengda viðburði í greininni. Öllum er frjálst að skrá viðburði í dagatalið og þá geta aðrir aðilar einnig birt dagatalið á sínum vefjum.
Lesa meira

Morgunverðarkynning um afkomu í ferðaþjónustu

Föstudaginn 22. nóvember standa Ferðamálastofa og KPMG fyrir morgunverðarkynningu í höfuðstöðvum KPMG. Kynntar verða niðurstöður nýrrar skýrslu um könnun og úttekt á rekstri fyrirtækja í ferðaþjónustu á árinu 2018, með samanburði við fyrri ár.
Lesa meira

Áskorun um kröfulýsingu – Iceland Advice ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi Iceland Advice ehf., kt. 490316-1240, Flatahrauni 31, 220 Hafnarfirði, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt.
Lesa meira

Áskorun um kröfulýsingu – Wow Travel ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi WOW Travel ehf., kt. 580112-0560, Katrínartúni 12, 105 Reykjavík, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt.
Lesa meira

Fyrstu fimm stjörnu hótel landsins

Í fyrsta skipti hafa íslensk hótel nú hlotið fimm stjörnu flokkun samkvæmt viðurkenndu hótelflokkunarkerfi. Um er að ræða The Retreat Bláa Lónsins, sem fær fimm stjörnu Superior flokkun og Hótel Grímsborgir í Grímsnesi sem er fimm stjörnu hótel.
Lesa meira

Könnun um starfsánægju í ferðaþjónustu

Ferðamálastofa og Vinnueftirlit ríkisins eru nú í annað sinn að fara af stað með rannsókn á starfsánægju og vinnuumhverfi í íslenskri ferðaþjónustu. Kynningarbréf hefur verið sent á þá aðila sem eru í úrtaki vegna könnunarinnar og er vonast eftir góðum viðbrögðum frá atvinnugreininni. Fyrirtækið Markaðs- og Miðlarannsóknir (MMR) sér um framkvæmdina.
Lesa meira