25.09.2019
Í dag kom út Ferðaþjónustu í tölum – sumar 2019. Um er að ræða viðbót við mánaðarlegu útgáfuna sem kom út fyrr í mánuðinum. Þar eru teknar saman lykiltölur fyrir mánuðina júní, júlí og ágúst, með samanburði við fyrri ár.
Lesa meira
20.09.2019
Vinna við yfirferð krafna í tryggingarfé Gaman ehf. gengur vel og er á lokametrunum. Búið er að afgreiða þær kröfur sem ekki fullnægja skilyrðum endurgreiðslu og hefur viðkomandi kröfuhöfum verið send tilkynning þess efnis rafrænt, í þjónustugátt Ferðamálastofu og afrit í tölvupósti, sé hann til staðar.
Lesa meira
19.09.2019
Opnað verður fyrir umsóknir vegna næstu úthlutunar úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða um mánaðarmótin september - október. Umsækjendur eru hvattir til að huga að umsóknum sínum í tíma og er ekkert því til fyrirstöðu að þeir hefji undirbúning nú þegar.
Lesa meira
19.09.2019
Í dag kom út Ferðaþjónusta í tölum - september 2019. Líkt og fram hefur komið er um að ræða mánaðarlega útgáfu hjá Ferðamálastofu, stutta samantekt með nýjustu talnaupplýsingum sem Ferðamálastofa safnar um ferðamenn og ferðaþjónustu ásamt talnagögnum frá Hagstofu Íslands. Áhersla er lögð á að skoða töluleg gögn ár aftur í tímann og þær breytingar sem hafa orðið.
Lesa meira
18.09.2019
Í sumar birti Ferðamálastofa fyrri hluta skýrslu áfangastaðahönnuðarins Daniel Byström um skipulag og hlutverk áfangastaðastofa (DMO) víða um heim, en nú er skýrslan birt í heild sinni. Í síðari hluta skýrslunnar er að finna tillögur skýrsluhöfundar að stofnun áfangastaðastofa á Íslandi.
Lesa meira
04.09.2019
Samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia voru brottfarir erlendra farþega* frá landinu um Keflavíkurflugvöll um 252 þúsund í ágústmánuði eða um 39 þúsund færri en í ágúst árið 2018. Þar munaði mest um fækkun Bandaríkjamanna, en brottförum þeirra fækkaði um tæp 35 þúsund frá því í ágúst 2018. Fækkun milli ára nemur 13,5%. Fækkun hefur verið alla aðra mánuði frá áramótum, í janúar fækkaði brottförum um 5,8%, í febrúar um 6,9%, í mars um 1,7%, í apríl um 18,5%, um 23,6% í maí, 16,7% í júní og 17% í júlí.
Lesa meira
27.08.2019
Starfsemi Ferðamálastofu heldur áfram að eflast með auknum verkefnum og tveir nýir starfsmenn bættust á dögunum í hópinn. Jóhann Viðar Ívarsson sem greinandi á rannsókna- og tölfræðisviði og Jón Bragi Gunnarsson sem sérfræðingur í leyfismálum á stjórnsýslu- og umhverfissviði.
Lesa meira
19.08.2019
Vinna við yfirferð þeirra rúmlega 1.000 krafna sem bárust í kjölfar rekstrarstöðvunar Gaman ehf. (Gamanferða) sækist vel. Vonir standa til að um eða eftir miðjan september verði yfirferð lokið og fá þá allir senda tilkynningu með niðurstöðunni. Í kjölfarið tekur við fjögurra vikna kærufrestur áður en hægt verður að greiða út kröfur.
Lesa meira
16.08.2019
Í dag komu út skýrslur með niðurstöðum ferðavenjukönnunar 2018 meðal erlendra gesta á átta áfangastöðum um allt land. Könnunin aflaði upplýsinga um ýmsa einkennandi þætti ferðamanna á rannsóknarsvæðunum, svo sem búsetuland, ferðamáta, gistimáta og dvalarlengd, auk þess sem ástæða heimsóknar og útgjaldamynstur þeirra var skoðað.
Lesa meira
15.08.2019
Í dag kom út Ferðaþjónusta í tölum - ágúst 2019. Líkt og fram hefur komið er um að ræða mánaðarlega útgáfu hjá Ferðamálastofu, stutta samantekt með nýjustu talnaupplýsingum sem Ferðamálastofa safnar um ferðamenn og ferðaþjónustu ásamt talnagögnum frá Hagstofu Íslands. Áhersla er lögð á að skoða töluleg gögn ár aftur í tímann og þær breytingar sem hafa orðið.
Lesa meira