Fara í efni

Öll starfsemi Bláa Lónsins í Vakann

Mynd: www.bluelagoon.com
Mynd: www.bluelagoon.com

Bláa Lónið er nú komið með alla sína starfsemi í Vakann, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar. Nýjasta vottunin er Silica Hótel með 4 stjörnur superior og Moss veitingastaður sem er nú gæðavottaður.

Fyrir var Bláa Lónið með vottun fyrir Blue Café, Blue Lagoon, Lava Restaurant og The Retreat Hotel sem fékk nýlega 5 stjörnu superior flokkun Vakans, fyrst hótela á Íslandi. Fyrir alla starfsemina er Bláa Lónið síðan einnig með gullvottun í umhverfishluta Vakans.