Fara í efni

Mælaborðið - Mat á fjölda ferðamanna á völdum áfangastöðum

Frá Garðskagavita.
Frá Garðskagavita.

Inn í Mælaborði ferðaþjónustunnar er nú hægt að skoða tölur um áætlaðan fjölda og dreifingu ferðamanna á völdum ferðamannastöðum á Íslandi.

Mikilvæg gögn í skipulagi ferðamála

Í verkefninu er fjöldi ferðamanna á völdum ferðamannastöðum metinn út frá bifreiðatalningum. Einnig má greina árstíðasveiflu og á hvaða tíma dags ferðamenn eru að heimsækja áfangastaði. Upplýsingarnar sem verkefnið skapar geta nýst við skipulag, uppbyggingu og markmiðasetningu í ferðaþjónustu um allt land og auka þekkingu á umfangi ferðaþjónustunnar í heild.

Talningastöðum hefur fjölgað jafnt og þétt.

Árið 2015 var fjöldi ferðamanna metinn á átta vinsælum ferðamannastöðum á Suður- og Vesturlandi í tengslum við þolmarkaverkefni Ferðamálastofu. Árið 2016 hófst skipulögð gagnasöfnun víða um land í tengslum við verkefni hins opinbera sem miðar að því til að byggja upp gagnagrunn til grundvallar ákvarðanatöku og markmiðasetningu í greininni (sjá Vegvísi í ferðaþjónustu, bls. 16). Verkefnið var unnið fyrir atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið á árunum 2016 og 2017 og Ferðamálastofu á árinu 2018. Þá var talið á 34 stöðum, 23 alla mánuði ársins (á láglendi) og á 11 þar sem talið yfir sumarmánuðina (allir á hálendinu). Verktaki var Rögnvaldur Ólafsson, eðlisfræðingur.

Skýrsla væntanleg

Niðurstöður allra ofangreindra verkefna eru nú aðgengilegar í Mælaborði ferðaþjónustunnar. Niðurstöður um talningarnar 2018 voru kynntar á hádegiskynninu Ferðamálastofu síðastliðið vor og er skýrsla um verkefnið væntanleg.

Opna í Mælaborði Ferðaþjónustunnar