04.12.2014
Síðastliðinn fimmtudag undirrituðu Ferðamálastofa, Íslandsstofa og Nýsköpunarmiðstöð Íslands samkomulag um samstarfsverkefni sem ætlað er að leiða til betri og skilvirkari þjónustu þessara aðila til stuðnings íslenskrar ferðaþjónustu.
Lesa meira
03.12.2014
Um 61 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í nóvember síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 14.400 fleiri en í nóvember á síðasta ári. Aukningin nemur 31% milli ára. Ferðamenn hafa aldrei mælst fleiri í nóvember frá því að mælingar hófust.
Lesa meira
03.12.2014
Ísland allt árið er markaðsverkefni sem hefur þann tilgang að festa ferðaþjónustu í sessi sem heilsársatvinnugrein og auka arðsemi af greininni. Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að veita á næstu tveim árum allt að 200 milljónum króna á ári til verkefnisins, enda sé samanlagt framlag annarra þátttakenda ekki lægri fjárhæð. Því er nú stefnt að gerð nýs samnings fyrir árin 2015 og 2016 en núgildandi samningur rennur út í lok þessa árs.
Lesa meira
02.12.2014
Samkvæmt glænýjum tölum Hagstofunnar var ferðaþjónusta í fyrsta skipti stærsti þjónustuliður í bæði inn- og útflutningi á þriðja ársfjórðungi 2014 og var afgangur af henni 37,4 milljarðar króna.
Lesa meira
02.12.2014
Svæðisskipulag Snæfellsness 2014 2026, Andi Snæfellsness Auðlind til sóknar, hlaut í liðinni viku Skipulagsverðlaunin 2014 sem Skipulagsfræðingafélag Íslands stendur fyrir. Áhersla verðlaunanna í ár var á skipulagsgerð í tengslum við ferðaþjónustu.
Lesa meira