Fara í efni

Farþegar um Keflavíkurflugvöll í apríl

Flugstöð
Flugstöð

Rúmlega 143 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í aprílmánuði síðastliðnum, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Frá áramótum, það er á fyrsta ársþriðjungi, fóru rúmlega 452 þúsund farþegar um völlinn sem er 23,3% aukning sé miðað við sama tímabil í fyrra.

Fjölgunin í apríl er veruleg eða tæp 56%. Það á sér að sjálfsögðu skýringu í því að í apríl í fyrra gaus Eyjafjallajökull og var Keflavíkurflugvöllur þá lokaður langtímum saman. Þá fellur páskaumferðin nú til í apríl en var að hluta til í mars í fyrra. Til samanburðar má líta aftur til ársins 2008, þegar páskar voru einnig í apríl, en þá fóru tæplega 138 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll. Þá höfðu 516 þúsund farþegar farið um völlinn frá áramótum, eða nokkru fleiri en nú. Verið er að vinna úr tölum Ferðamálastofu fyrir apríl en í þeim má sjá skiptingu ferðamanna eftir þjóðerni.

 

April.11.

YTD

Apri. 10.

YTD

Mán. % breyting

YTD % Breyting

Héðan: 59.186 192.799

40.787

162.172

45,11%

18,89%
Hingað: 60.946 189.647

40.046

156.854

52,19%

20,91%
Áfram: 1.231 6.311

1.395

6.467

-11,76%

-2,41%
Skipti. 21.721 63.448

9.605

41.226

136,14%

53,90%
  143.084 452.205 91.833 366.719

55,81%

23,31%