Fara í efni

Námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva

Upplýsingamiðstöð
Upplýsingamiðstöð

Ferðamálastofa og upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík gangast fyrir námskeiði fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva þriðjudaginn 7 júní og hefst það um hádegisbil. Ferðamálastofa hefur haldið námskeið sem þetta árlega frá 1993.

Ferðakostnaður greiddur
Til að jafna kostnað á milli upplýsingamiðstöðva mun Ferðamálstofa greiða fyrir ferðakostnað þátttakanda sem koma lengra að (hafa samband við Elías 535 5510), annar kostnaður verður greiddur af viðkomandi upplýsingamiðstöð. Dagskráin miðast við að sem flestir þátttakendur geti nýtt flug fram og til baka samdægurs.

Skráning
Endilega tilkynnið þátttöku sem fyrst og í síðasta lagi á hádegi 6. júní.

Skráning fer fram hér á vefnum.