Ferðamál og félagsvísindi

Ferðamál og félagsvísindi
Þjóðarspegill 2010

Föstudaginn 29. október 2010 verður hin árlega félagsvísindaráðstefna Þjóðarspegill haldin við Háskóla Íslands. Sem fyrri ár verða tvær málstofur um ferðamál og hefjast þær eftir hádegið, kl. 13.00 og eru í Gimli, byggingu tengdri nýju Háskólatorgi. Rannsóknamiðstöð ferðamála er beintengd 5 af 8 verkefnum sem þarna eru kynnt, sum unnin af starfsfólki RMF en önnur með stuðning og aðkomu RMF. Samhliða ráðstefnunni verður sem fyrri ár fundur kennara og rannsakenda í ferðamálafræðum og verðu hann haldin 17.00 daginn áður (28. okt) í veitingastaðnum Dill í Norræna Húsinu.

Hér að neðan má sjá hvað fjallað verður um á þessum tveimur málstofum en hvert erindi er um 15 mínútur.

 


Athugasemdir