Fara í efni

Frestað! - Málþing um stöðu fámennra byggða

28. okt: Málþinginu hefur verið frestað í ljósi slæmrar veðurspár.

 

Þann 30 október gengst Sveitarfélagið Skagafjörður, í samvinnu við samtökin Landsbyggðin lifi og íbúa í Fljótum, fyrir málþingi um stöðu fámennra byggða. Þar verður fjallað um atvinnumál og búsetu í fámennum byggðum, ekki síst um nýsköpun og nýjar hugmyndir í ferðaþjónstu.

Nokkrir aðilar flytja framsöguerindi en síðari hluti málþingsins verður helgaður hópastarfi þar sem unnið verður með hugmyndir til uppbyggingar í fámennum byggðum, með sérstakri áherslu á hugmyndir heimamanna í Fljótum. Málþingið er öllum opið.

Nánari upplýsingar og dagskrá (PDF)