Fréttir

Gistinóttum hefur fjölgað um 10%

Á fyrstu átta mánuðum ársins fjölgaði gistinóttum á hótelum um 10% frá fyrra ári, en gistináttafjöldinn fór úr 754.700 í 828.100 milli ára.  Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar sem birtar voru í dag. Fjölgun varð á öllum landsvæðumHlutfallslega varð aukningin mest á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða þar sem gistinóttum fjölgaði um 22%.  Tölur fyrir þessi svæði eru lagðar saman og birtar í einu lagi vegna þess hve gististaðir á Suðurnesjum og Vestfjörðum eru fáir. Á Norðurlandi nam aukningin 10%, Suðurlandi 10%, Austurlandi 8% og á höfuðborgarsvæðinu 8%.  Fjölgun gistinátta á þessu tímabili má bæði rekja til Íslendinga (12%) og útlendinga (9%).   Hagstofan vekur athygli á að hér er átt við gistinætur á hótelum eingöngu, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið.  Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Tæp 6% fjölgun í ágústGistinætur á hótelum í ágúst síðastliðnum voru 162.900 en voru 154.100 í sama mánuði árið 2005, sem er 5,7% aukning.  Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum.  Aukningin var hlutfallslega mest á Norðurlandi þar sem gistinætur fóru úr 14.400 í 17.800 milli ára, 23% aukning.  Á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða fjölgaði gistinóttum um 17%, úr 16.000 í 18.600.  Á Suðurlandi fjölgaði gistinóttum úr 20.800 í 22.400, 7,5% aukning.  Á Austurlandi fjölgaði gistinóttum um 4%, úr 8.800 í 9.100.  Fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu nam tæplega 1% og fóru gistinæturnar úr 94.200 í 95.000 milli ára. Fjölgun gistinátta á hótelum í ágúst árið 2006 má bæði rekja til Íslendinga (23%) og útlendinga (4%). Gistirými á hótelum í ágústmánuði jókst milli ára.  Fjöldi herbergja fór úr 3.773 í 3.953, 5% aukning og fjöldi rúma úr 7.627 í 8.032, 5% aukning.  Fjöldi hótela er sá sami milli ára, 75. Talanaefni á vef Hagstofunnar  
Lesa meira

Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgar áfram

Í september síðastliðnum fóru rúmlega 180 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll, samkvæmt tölum frá flugvellinum, samanborið við tæplega 165 þúsund í september í fyrra. Fjölgunin nemur 9,4%. Fjölgunin í september er í takt við þróun farþegafjölda fyrir árið í heild en frá áramótum hefur farþegum fjölgað um 10,21%. Tölurnar eru greindar niður eftir því hvort farþegar eru á leið til landsins, frá landinu eða hvort um áfram- og skiptifarþega (transit) er að ræða. Nokkur fækkun  (9,5%) er í hópi ?transit-farþega? á meðan farþegum á leið til og frá landinu fjölgar um 14,3%, þannig að heildarfjölgunin það sem af er ári er 10,21%, sem fyrr segir. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.   Sept.06. YTD Sept. 05. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 78.197 688.420 71.675 602.072 9,10% 14,34% Hingað: 72.644 684.541 65.180 599.193 11,45% 14,24% Áfram: 4.339 25.305 1.605 10.627 170,34% 138,12% Skipti. 25.221 200.877 26.443 239.102 -4,62% -15,99%   180.401 1.599.143 164.903 1.450.994 9,40% 10,21%  
Lesa meira

Nýsköpunarverðlaun SAF - óskað eftir ábendingum

Nýsköpunarverðlauna Samtaka ferðaþjónustunnar verða veitt í nóvember í tengslum við afmæli SAF.  Hafa samtökin nú óskað eftir ábendingum um verðuga verðlaunahafa, að því er fram kemur í nýjasta fréttabréfi SAF. Verðlaunin eru ætluð til að hvetja fyrirtæki innan SAF til nýsköpunar og vöruþróunar með því að veita verðlaun/viðurkenningar fyrir athyglisverðar nýjungar. Kveðið er á um að heimilt sé að veita verðlaun vegna nýsköpunar allt að 300.000 kr. fyrir hvert verkefni og að veita viðurkenningar fyrir vöruþróun sem stjórn sjóðsins telur að muni styrkja ferðaþjónustuna. Stjórn sjóðsins skipa Jón Karl Ólafsson, formaður SAF, Hrönn Greipsdóttir skipaður fulltrúi SAF, og Edward H. Huijebens fulltrúi Ferðamálaseturs Íslands.  Vinsamlega sendið ábendingar til skrifstofu SAF fyrir 12. október nk. að Borgartúni 35, Reykjavík og merkið þær sjóðnum eða sendið á tölvupósti á info@saf.is
Lesa meira

Boðuð skráning Icelandair á hlutabréfamarkað fyrir áramót

Stefnt er að því að skrá Icelandair Group á hlutabréfamarkað fyrir áramót. Icelandair Group er eignarhaldsfélag með 12 sjálfstæðum rekstrarfélögum í flugrekstri og ferðaþjónustu sem til saman eru þau umsvifamestu í ferðaþjónustu hérlendis. Rekstri félagsins er skipt í 3 meginsvið; Áætlunarflug millilanda, leiguflug á erlendum mörkuðum og ferðaþjónustu á Íslandi. FL Group og Glitnir hafa nú gert með sér samkomulag um að Glitnir muni, að undangenginni hefðbundinni áreiðanleikakönnun, sölutryggja 51% hlut í Icelandair Group. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands kemur fram að starfsmenn félagsins eru 2.700 og velta félagsins á þessu ári er áætluð 54 milljarðar íslenskra króna.  
Lesa meira

Aukin umferð um Evrópuvefinn

Umferð hefur stöðugt verið að aukast um nýja Evrópuvefinn visiteurope.com sem opnaður var í mars á þessu ári. Heimsóknatölur sýna einnig að Ísland má vel una við sinn hluta í umferðinni. Erum við að fá fleiri gesti en margar mun fjölmennari þjóðir og erum um miðjan hóp þeirra 34 Evrópuríkja sem standa að vefnum. Vefurinn inniheldur annars vegar síður þar sem fjallað er um Evrópu almennt og hins vegar er um að ræða síður einstakra landa. Hvert og eitt land ber ábyrgð á að koma upplýsingum inn á sinn hluta vefsins og er nokkuð misjafnt hversu vel lönd hafa staðið sig í þeim efnum. Sé eingöngu skoðuð umferð um síður einstakra landa eru álíka margir að skoða síður Íslands og hinna Norðurlandanna. Vart þarf að koma á óvart að risar á sviði ferðaþjónustu eins og Spánn, Ítalía, Austurríki og Þýskaland fá mesta umferð. Evrópuvefurinn er eins og fram hefur komið einkum hugsaður fyrir fjærmarkaði og fyrstu útgáfur hans voru gerðar fyrir Norður- og Suður-Ameríku. Fyrir nokkrum dögum var fleiri útgáfum bætt við, m.a. alþjóðlegri útgáfu á ensku. Af hálfu Ferðamálaráðs Evrópu, sem stýrir verkefninu, hefur á síðustu vikum verið ráðist í ýmsar aðgerðir til að auka útbreiðslu og umferð um vefinn. Meðal annars hefur verið í gangi átak í að bæta stöðu hans á leitarvélum, sem þegar hefur skilað góðum árangri. Sterkasta markaðs- og kynningartækið á fjærmörkuðumÍsland hefur verið aðili að Ferðamálaráði Evrópu í um 40 ár og ber ekki sérstakan kostnað af nýja vefnum umfram það vinnuframlag sem flest í vinnslu og innsetningu efnis sem viðkemur Íslandi, auk þýðingavinnu. Við njótum hins vegar til jafns við aðra góðs af því markaðs- og kynningarstarfi sem Ferðamálaráð Evrópu sinnir vegna verkefnisins. Af hálfu Ferðamálastofu verður á næstu mánuðum haldið áfram að þróa íslenska hluta vefsins, bæði hvað varðar virkni og innihald. ?Vefurinn er í reynd sterkasta kynningar- og markaðstæki Íslands á fjærmörkuðum enda sýna tölur að um 600 þúsund gestir komu í heimsókn á vefinn fyrstu 6 mánuðina og skoðuðu rúmlega 5 milljónir síðna,? segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri. Skoða Evrópuvefinn  
Lesa meira

Metþátttaka á World Travel Market

Metþátttaka er á hinni árlegu ferðasýningu World Travel Market í London sem haldin er í næsta mánuði. Alls eru 17 íslensk fyrirtæki skráð til þátttöku, ásamt Ferðamálastofu. Nokkrir aðilar til viðbótar höfðu lýst yfir áhuga en hins vegar er íslenska sýningarsvæðið nýtt til hins ýtrasta þannig að ekki var rúm fyrir fleiri. Sigrún Hlín Sigurðardóttir, markaðsfulltrúi Ferðamálastofu á Bretlandsmarkaði, segir ánægjulegt að sjá þann mikla áhuga sem íslensk fyrirtæki sýni World Travel Market en sýningin sé ein sú stærsta og mikilvægasta innan greinarinnar á heimsvísu. Að sögn Sigrúnar verður framkvæmd sýningarinnar af Íslands hálfu með hefðbundnum hætti en þó sé von á ýmsum nýjungum. ?Við erum með nýtt útlit og hönnun á básnum, sem mér líst mjög vel á. Líkt og undanfarin ár erum við í samstarfi með Norðurlandaþjóðunum, þ.e. Ísland, Noregur, Svíþjóð og Finnland eru með sameiginlegt svæði og Danmörk við hliðina,? segir Sigrún. Hörð samkeppni um hylli kaupendaWorld Travel Market er mikil að vöxtum en hún er haldin í glæsilegri sýningahöll, ExCel í Docklands, austast í London. Sigrún segir alla aðstöðu til sýningarhalds vera eins og best verður á kosið. Þarna koma saman yfir 5.000 sýnendur frá öllum heimshornum, eða frá yfir 200 löndum og landsvæðum. Samkeppnin um hylli kaupendanna er því hörð. Sýningin stendur yfir frá 6. til 9. nóvember. Tvo fyrstu sýningardagana, mánudag og þriðjudag, er eingöngu ?trade? sem kallað er, þ.e. að einungis fagaðilum í viðskiptaerindum er veittur aðgangur. Á miðvikudaginn er síðan almenningur og fagaðilar í bland en síðasti dagurinn, fimmtudagur, er eingöngu hugsaður fyrir almenning. Íslensk fyrirtæki sem skráð eru á World Travel market í ár eru:Icelandair UK/Icelandair HolidaysIceland ExpressVisit ReykjavikFlugfélag ÍslandsFerðaskrifstofa Guðmundar JónassonarFerðaskrifstofa ÍslandsBláa LóniðJarðböðin við MývatnSnæland Grímsson ehfFerðaþjónusta bændaIceland Excursions ? Gray LineReykajvik ExcursiosnIcelandair hotels & hotel EddaHertz bílaleiganHótel Borg / Kea hotelsReykjavik hotels Ferðamálastofa Mynd: Úr íslenska básnum á WTM í fyrra.
Lesa meira