Fara í efni

Metþátttaka á World Travel Market

wtm05
wtm05

Metþátttaka er á hinni árlegu ferðasýningu World Travel Market í London sem haldin er í næsta mánuði. Alls eru 17 íslensk fyrirtæki skráð til þátttöku, ásamt Ferðamálastofu. Nokkrir aðilar til viðbótar höfðu lýst yfir áhuga en hins vegar er íslenska sýningarsvæðið nýtt til hins ýtrasta þannig að ekki var rúm fyrir fleiri.

Sigrún Hlín Sigurðardóttir, markaðsfulltrúi Ferðamálastofu á Bretlandsmarkaði, segir ánægjulegt að sjá þann mikla áhuga sem íslensk fyrirtæki sýni World Travel Market en sýningin sé ein sú stærsta og mikilvægasta innan greinarinnar á heimsvísu. Að sögn Sigrúnar verður framkvæmd sýningarinnar af Íslands hálfu með hefðbundnum hætti en þó sé von á ýmsum nýjungum. ?Við erum með nýtt útlit og hönnun á básnum, sem mér líst mjög vel á. Líkt og undanfarin ár erum við í samstarfi með Norðurlandaþjóðunum, þ.e. Ísland, Noregur, Svíþjóð og Finnland eru með sameiginlegt svæði og Danmörk við hliðina,? segir Sigrún.

Hörð samkeppni um hylli kaupenda
World Travel Market er mikil að vöxtum en hún er haldin í glæsilegri sýningahöll, ExCel í Docklands, austast í London. Sigrún segir alla aðstöðu til sýningarhalds vera eins og best verður á kosið. Þarna koma saman yfir 5.000 sýnendur frá öllum heimshornum, eða frá yfir 200 löndum og landsvæðum. Samkeppnin um hylli kaupendanna er því hörð.

Sýningin stendur yfir frá 6. til 9. nóvember. Tvo fyrstu sýningardagana, mánudag og þriðjudag, er eingöngu ?trade? sem kallað er, þ.e. að einungis fagaðilum í viðskiptaerindum er veittur aðgangur. Á miðvikudaginn er síðan almenningur og fagaðilar í bland en síðasti dagurinn, fimmtudagur, er eingöngu hugsaður fyrir almenning.

Íslensk fyrirtæki sem skráð eru á World Travel market í ár eru:
Icelandair UK/
Icelandair Holidays
Iceland Express
Visit Reykjavik
Flugfélag Íslands
Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar
Ferðaskrifstofa Íslands
Bláa Lónið
Jarðböðin við Mývatn
Snæland Grímsson ehf
Ferðaþjónusta bænda
Iceland Excursions ? Gray Line
Reykajvik Excursiosn
Icelandair hotels & hotel Edda
Hertz bílaleigan
Hótel Borg / Kea hotels
Reykjavik hotels
Ferðamálastofa

Mynd: Úr íslenska básnum á WTM í fyrra.