Fara í efni

Ferðatryggingasjóður endurgreiðir ekki vegna ferðaskrifstofa í rekstri

Að gefnu tilefni vill Ferðamálastofa vekja athygli á að ef pakkaferð er aflýst eða afpöntuð vegna þess að ferðaskrifstofa getur ekki staðið við pakkaferðasamning, t.d. vegna gjaldþrots Play, þá er það ferðaskrifstofan sem ber ábyrgð á að endurgreiða ferðina. Því á alltaf að snúa sér til ferðaskrifstofunnar með slíkar kröfur.

 

Ferðatryggingasjóður endurgreiðir aðeins samþykktar kröfur hafi leyfi ferðaskrifstofu verið fellt niður að nánar uppfylltum skilyrðum. Hann endurgreiðir m.ö.o ekki þegar ferð fellur niður nema ferðaskrifstofan hafi í raun hætt starfsemi og leyfið fellt niður. Upplýsingar um annað eru því ekki réttar.

 

Engin ferðaskrifstofa hefur stöðvað starfsemi vegna gjaldþrots Play, og því eru engar slíkar kröfur í vinnslu hjá Ferðamálastofu.


Ef ferðamenn telja sig eiga rétt á endurgreiðslu vegna pakkaferða er best að:

  • Hafa samband beint við ferðaskrifstofuna.
  • Hafa samband við bankann eða kreditkortafyrirtækið sitt ef ferðin var greidd með korti

Einnig er bent á kærunefnd vöru og þjónustu, www.kvth.is. Nánari upplýsingar um rétt til endurgreiðslu er að finna hjá Neytendastofu.

 

Ef ferðaskrifstofa verður gjaldþrota mun Ferðamálastofa birta skýrar leiðbeiningar hér á vefnum um hvernig hægt er að sækja um endurgreiðslu í gegnum Ferðatryggingasjóð.