Fara í efni

Ferðamálastofa selur teljara fyrir gangandi umferð á áfangastöðum

Ferðamálastofa á nokkra sjálfvirka teljara á gangandi vegfarendum, sem við viljum gjarna selja. Teljararnir eru notaðir en í fínu standi. Verðið er með lægsta móti eða 40 þús. kr. Teljararnir ná öllum gangandi vegfarendum sem fara fram hjá þeim í allt að 2ja metra fjarlægð, t.d. á gangstétt, göngustíg eða vegarslóða - og í báðar áttir ef menn vilja. Lesa má fjöldatölur beint af teljurunum með einföldum hætti hvenær sem notendur kjósa.

 

Teljararnir eru tilvalið mælingartæki fyrir alla sem hafa gagn af því að þekkja notkun/álag/umferð gangandi um tiltekna staði. Þar má nefna þá sem sinna uppbyggingu og viðhaldi áfangastaða, þá sem eru að spá í gjaldtöku á stöðum og þá sem velta fyrir sér þjónustu á stöðunum og þurfa að áætla skynsamlega. Þetta geta verið t.d. ríkisstofnanir, sveitarfélög, félagasamtök, ferðaþjónustuaðilar/bændur, stéttarfélög ofl.

 

Nánari upplýsingar veitir Jóhann Viðar Ívarsson í síma 899 2000 og á netfanginu johann@ferdamalastofa.is.

 

Myndir meðfylgjandi, af teljurum á staur, sem er algengasta uppsetningin.