Fara í efni

Samantekt úr könnun meðal erlendra ferðamanna

Birt hefur verið ný samantekt fyrir árið 2024 á niðurstöðum könnunar Ferðamálastofu meðal erlendra ferðamanna. Könnunin er í gangi á Keflavíkurflugvelli allt árið um kring og markmið hennar er að afla tölfræðilegra upplýsinga sem gefið geti skýra mynd af atferli og viðhorfum ferðamanna á Íslandi.

 

Einnig fylgir excel-skjal þar með nánari greiningu á niðurstöðum. Þar eru niðurstöður settar fram eftir nokkrum bakgrunnsupplýsingum; þjóðerni, kyni, aldri, markaðssvæði (greint út frá búsetu), tilgangi ferðar, flugfélagi sem ferðast var með til landsins, heimsóttum landsvæðum og heimilistekjum.

 

Mánaðarlegar uppfærslur í Mælaborðinu

Vert er að minna á mánaðarlegar uppfærslur í Mælaborði ferðaþjónustunnar þar sem má skoða lykilniðurstöður sem unnar eru upp úr könnuninni. Þá er þeim einnig gerð skil í mánaðarlegri talnasamantekt Ferðamálastofu, Ferðaþjónusta í tölum.