Fjölgar í Vakanum

Tvö ný fyrirtæki gengu á dögunum til liðs við Vakann, gæða og umhverfisvottun ferðaþjónustunnar.

Bílaleigan Blue Car Rental var stofnuð árið 2010. Fyrirtækið hefur stækkað jafnt og þétt frá stofnun með sístækkandi bílaflota og fjölgun starfsmanna. Í dag er Blue Car Rental í hópi stærstu bílaleiga landsins og hefur yfir að ráða mjög nýlegum bílaflota.

DMC I travel hlaut nýverið vottun Vakans með einstökum árangri þar sem fyrirtækið fékk gullmerki í umhverfishluta. DMC I travel ehf. er ferðaskrifstofa sem veitir erlendum og innlendum fyrirtækjum þjónustu við skipulagningu hvataferða, fundi eða ráðstefnur á Íslandi. Markmiðið er að viðskiptavinir fái einstaka upplifun af landi og þjóð og að til verði ógleymanlegar minningar. 


Athugasemdir