Fréttir

Austurland - Stafræn fræðsla og markaðssetning

Ferðamálastofa býður í samvinnu við Austurbrú upp á námskeið í stafrænni markaðssetningu sem ætlað er litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Farið verður í helstu atriði stafrænnar þróunnar og markaðssetningar ferðaþjónustufyrirtækja, svo sem bókunarsíður (Booking og Expedia t.d.), Google, samfélagsmiðla og heimasíður, leitarvélabestun og gerð markaðsáætlana.
Lesa meira

Tæplega 2 milljónir farþega 2019

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru tæplega tvær milljónir árið 2019 eða um 329 þúsund færri en árið 2018, samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Fækkun milli ára nemur 14,2%. Er þetta í fyrsta sinn á níu ára tímabili sem fækkunar gætir í komum erlendra farþega til landsins. Af einstaka þjóðum voru brottfarir Bandaríkjamana flestar eða um 464 þúsundtalsins og var mest fækkun þaðan eða um 230 þúsund. Brottförum erlendra farþega milli ára 2018 til 2019 fækkaði alla mánuði ársins og var fækkunin hlutfallslega mest í maí og september eða meiri en 20%.
Lesa meira

Rekstur og efnahagur í ferðaþjónustu - hádegisfyrirlestur

Næsti hádegisfyrirlestur Ferðamálastofu verður haldinn þriðjudaginn 21. janúar kl. 12:10. Kynnt verður nýleg greining Ferðamálastofu á rekstri og efnahag ferðaþjónustugreina til 2018, leitast við að varpa ljósi á þróun helstu áhrifavalda á umfang og arðsemi íslenskrar ferðaþjónustu á nýliðnu ári og rætt um horfurnar um þá á nýhöfnu ferðaári. Líkt og aðrir hádegisfyrirlestrar er hann í samvinnu við Íslenska ferðaklasann og fer fram í húsnæði hans að Fiskislóð 10, 2. hæð. Kynningunum er einnig streymt beint og upptaka gerð aðgengileg á netinu.
Lesa meira

Birtingaráætlun 2020

Við bendum á að birtingaráætlun rannsókna- og tölfræðisviðs er nú kominn hér inn á vefinn. Framsetning hennar er liður í aukinni áherslu Ferðamálastofu á rannsóknir, söfnun og miðlun talnalegra upplýsinga og þannig betri þjónustu við atvinnugreinina.
Lesa meira

Áskorun um kröfulýsingu - Farvel ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi Farvel ehf., kt. 470815-0510, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík, hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið uppfyllir ekki skilyrði laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun nr. 95/2018.
Lesa meira