Fara í efni

Viðburðadagatal ferðaþjónustunnar

Frá Mannamótum markaðsstofa landshlutanna 2019. Mynd: www.markadsstofur.is
Frá Mannamótum markaðsstofa landshlutanna 2019. Mynd: www.markadsstofur.is

Ferðamálastofa hefur tekið í notkun viðburðadagatal sem ætlað er að halda utan um fagtengda viðburði í greininni. Öllum er frjálst að skrá viðburði í dagatalið og þá geta aðrir aðilar einnig birt dagatalið á sínum vefjum.

Yfirlit á einum stað

Dagatalið er hugsað til þess að á einum stað sé hægt að sjá hvað er á döfinni innan greinarinnar þegar kemur að ráðstefnum, fundum, námskeiðum, ferðasýningum og öðru er tengist faginu. Það er þannig ekki ætlað fyrir hefðbundna afþreyingartengda viðburði.

Skráning viðburða

Skráning á dagatalið er opin öllum og fer viðburður síðan í birtingu eftir skoðun umsjónaraðila dagatalsins. Gott er að láta mynd fylgja og slóð á skráningu, ef um slíkt er að ræða. Dagatalið má sjá hægra megin á forsíðu vefs Ferðamálastofu, þar sem 4 næstu viðburðir birtast, og undir þeim er hnappur til að skrá viðburð.

  Skrá viðburð      Opna dagatal

Sem fyrr segir geta aðilar sem þess óska birt dagatalið á sínum vefjum og er bennt á að hafa samband við Halldór upplýsingastjóra Ferðamálastofu á netfangið halldor@ferdamalastofa.is og veitir hann einnig allar nánari upplýsingar.