Fréttir

Áfangastaðaáætlun Austurlands birt

Austurbrú hefur birt Áfangastaðaáætlun Austurlands sem unnin er í samstarfi við Ferðamálastofu og markaðsstofur landshlutanna. Áfangastaðaáætlunin er byggð á vinnu síðustu fjögurra ára í verkefninu Áfangastaðurinn Austurland sem Austurland hefur haft umsjón með.
Lesa meira

Bjarnarfoss hlýtur Umhverfisverðlaun Ferðmálastofu árið 2018

Verkefnið „Bjarnarfoss í Staðarsveit – aðgengi fyrir alla allt árið“ hlýtur Umhverfisverðlaun Ferðamálstofu árið 2018. Verðlaunin voru afhent í dag. Verkið var unnið á árunum 2015 - 2016 og er gott dæmi um hvernig heimafólk og sveitarfélag, með liðsinni Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða, hafa unnið faglega að uppbyggingu áningarstaðar þar sem allir geta notið fallegrar náttúru. Staðurinn er nú aðgengilegur allt árið.
Lesa meira

150 þúsund brottfarir í nóvember

Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í nóvember voru um 150 þúsund talsins samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um fimm þúsund fleiri en í nóvember á síðasta ári. Fjölgunin nam 3,7% á milli ára sem er mun minni fjölgun en hefur mælst milli ára í nóvember síðastliðin ár.
Lesa meira

Hlutverk notendaferla í framúrskarandi ferðaþjónustu

Magga Dóra Ragnarsdóttir, stafrænn hönnunarstjóri, er með næsta innlegg í Ferðalausnir – stafræn tækifæri. Í myndbandinu kynnir hún notendaferla, sem eru handhæg tól til að teikna upp og hanna þá upplifun sem við viljum að notendur gangi í gegnum.
Lesa meira