Tryggingafjárhæð ferðaskrifstofa: Áskorun um skil

Ferðamálastofa minnir á að frestur til að skila gögnum vegna árlegs endurmats tryggingafjárhæða (árlegra skila) rann út 1. apríl. Þær ferðaskrifstofur sem ekki hafa skilað munu frá tilkynningu um fyrirhugaða álagningu dagsekta á allra næstu dögum.
Vakin er athygli á að allar ákvarðanir um álagningu dagsekta eru birtar á vef Ferðamálastofu. Fjárhæð dagsekta geta verið á bilinu 50-500 þúsund á dag.
Vinsamlegast skilið strax til að komast hjá viðurlögum.
Slóð á vefgátt vegna skila, leiðbeiningar og upplýsingar er að finna hér https://www.ferdamalastofa.is/is/leyfi/ferdaskrifstofur/arlegt-endurmat-tryggingafjarhaeda-arleg-skil
Að gefnu tilefni bendir Ferðamálastofa á að gögnum er ekki skilað sjálfkrafa við greiðslu umsýslugjalds, staðfesta þarf skil að greiðslu lokinni. Gögn hafa ekki borist Ferðamálastofu fyrr en að staðfesting á skilum hefur birst innsendanda.
Minnt er á að fresturinn er lögbundinn og því ekki unnt að veita viðbótarfrest.
Þökkum þeim sem þegar hafa skilað.