Fara í efni

Skráning hafin á Vestnorden í haust

Vestnorden tengslaráðstefnan fer fram dagana 30. september til 1. október 2025, á Akureyri. Skráning er nú hafin og má búast við um 500 þátttakendum víðsvegar að úr heiminum.

Vestnorden er stærsti viðburður ferðaþjónustunnar á Íslandi og verður haldinn í 40. sinn á þessu ári. Á ráðstefnunni er megináhersla lögð á ábyrga ferðahegðun og sjálfbæra þróun sem endurspeglar stefnu íslenskrar ferðaþjónustu.

Akureyri, höfuðstaður Norðurlands, er afar vel til þess fallinn að hýsa viðburð af þessari stærðargráðu. Bærinn státar af öflugum innviðum, þar á meðal beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll.

Ferðamálasamtök Norður-Atlantshafsins (NATA) standa að viðburðinum, en samtökin eru samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Löndin skiptast á um að hýsa ráðstefnuna, sem fer annað hvert ár fram á Íslandi.

Verð fyrir þátttöku fram til 29. júní - forskráning (e. early bird):

  • Fundarborð + 1 þátttakandi (1 borð og 2 stólar) – Forskráning ISK 373.000
  • Fundarborð + 2 þátttakendur (1 borð og 4 stólar) – Forskráning ISK 437.000
  • Fundarborð + 3 þátttakendur (1 borð og 6 stólar) – Forskráning ISK 542.000
  • Fundarborð + 4 þátttakendur (1 borð og 8 stólar) – Forskráning ISK 635.000

Skráning fer fram á Vestnorden.com