Fara í efni

Þetta er ekki alveg búið!

Mynd: Kelly Sikkema á Unsplash
Mynd: Kelly Sikkema á Unsplash

Í ljósi frétta af fjölgun Covid-smita síðustu daga viljum við hvetja ferðaþjónustuaðila til enn frekari árvekni í sóttvörum. Mikilvægt er að þeir hvetji viðskiptavini til slíks hins sama og auðveldi þeim sem mest má vera að gæta að persónulegum sóttvörum.

Starfsfólk gegnir lykilhlutverki í að halda sóttvörnum í lagi og því einkar mikilvægt að halda því vel upplýstu. Gæta þarf þess að þess að hafa handspritt ætíð aðgengilegt, huga vel að þrifum o.s.frv. Í leiðbeiningum sóttvarnalæknis um Sýkingavarnir og þrif er að finna upplýsingar um helstu smitleiðir og sýkingavarnir, þar á meðal þrif á snertiflötum. Einnig er að finna upplýsingar um helstu efni til að nota við þrifin og leiðbeiningar er varðar þvott á líni og klútum.

Nánar á covid.is

Hreint og öruggt

Við bendum ferðaþjónustuaðilum einnig á að kynna sér og taka þátt í verkefninu Hreint og öruggt / Clean & Safe. Því er ætlað að hjálpa ferðaþjónustuaðilum að taka á ábyrgan hátt á móti viðskiptavinum sínum þannig að þeir upplifi sig örugga um leið og þeir skapa góðar minningar.

Mynd Kelly Sikkema á Unsplash