Fréttir

GoNorth – Esja Travel uppfyllir gæðaviðmið Vakans

GoNorth - Esja Travel hefur nú lokið innleiðingu gæðaviðmiða og er orðin þátttakandi í Vakanum.
Lesa meira

Hvað er spunnið í opinbera vefi 2017? – ferdamalastofa.is í 9. sæti

Vefur Ferðamálastofu, ferdamalastofa.is, var í 9. sæti af 125 vefjum opinberra stofnana í árlegri úttekt á opinberum vefjum ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga haustið 2017. Fékk vefurinn 94 stig af 100 mögulegum þegar heildarniðurstöður eru skoðaðar.
Lesa meira

Áfangastaðaáætlun á Austurlandi

Allt frá árinu 2014 hefur á Austurlandi verið unnið markvisst af því að þróa áfangastað sem heillar og fangar huga gesta og íbúa. Með markvissri markaðssetningu og þróun á vörumerkinu Austurlandi, aukinni gæðavitund, faglegum vinnubrögðum og færni innan ferðaþjónustunnar verður rekstrargrundvöllur bæði starfandi sem og nýrra og framsækinna fyrirtækja betri sem leiðir af sér atvinnusköpun á fjölmörgum sviðum. Vinna við Áfangastaðinn Austurland fellur inn í vinnu við gerð áfangastaðaáætlunar fyrir svæðið. Austurbrú stýrir þeirri vinnu í samstarfi við Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála.
Lesa meira

Áfangastaðurinn Reykjanes – áfangastaðaáætlun

Á Reykjanesi leiða Markaðsstofa Reykjaness og Reykjanes Geopark vinnu við gerð áfangstaðaáætlunar, í samstarfi við sveitarfélögin á svæðinu og aðra hagaðila. Ein áfangastaðaáætlun er gerð fyrir svæðið og áætlað er að vinnu við hana ljúki í apríl 2018.
Lesa meira