Fréttir

Átta þúsund fleiri ferðamenn í maí

Um 45 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu um Leifsstöð í nýliðnum maímánuði eða um átta þúsund fleiri en í maí 2011. Aukningin 21,5% milli áraFerðamenn í maí voru 21,5% fleiri en í maí í fyrra. Á því ellefu ára tímabili sem Ferðamálastofa hefur talið ferðamenn í Leifsstöð hefur aukningin verið að jafnaði 10,1% milli ára í maímánuði eins og sjá má í töflunni hér til hliðar. 74% ferðamanna af níu þjóðernumAf einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í maí frá Bandaríkjunum eða 16,5% af heildarfjölda. Næstfjölmennastir voru Norðmenn (10,6%), Bretar (9,6%) og Þjóðverjar (8,9%). Þar á eftir komu Svíar (7,8%), Danir (6,6%), Frakkar (5,1%), Hollendingar (4,7%) og Kanadamenn (3,9%). Samtals voru þessar níu þjóðir 73,7% af heildarfjölda ferðamanna í maí. Fjölgun frá öllum markaðssvæðumUmtalsverð fjölgun var frá öllum markaðssvæðum nema Norðurlöndunum. Þannig fjölgaði N-Ameríkönum um 40,5%, Bretum um 28,9%, Mið- og S-Evrópubúum um 23,3% og þeim sem komu frá löndum sem eru flokkuð undir annað um 29,2%. Ferðamönnum hefur fjölgað um 20,7% frá áramótumFrá áramótum hafa 170.560 erlendir ferðamenn farið frá landinu sem er 20,7% aukning frá árinu áður. Bretum hefur fjölgað um 43,8%, N-Ameríkönum um 31,6% og ferðamönnum frá löndum sem flokkast undir ,,annað” um 23,9%. Brottförum Norðurlandabúa hefur hins vegar fjölgað mun minna eða um 6,7% og sama má segja um brottfarir Mið- og S-Evrópubúa sem hefur fjölgað um 7,2% milli ára 2010 til 2011. Utanferðir ÍslendingaSvipaður fjöldi Íslendinga fór utan í maí nýliðnum og í maí í fyrra eða um 31 þúsund. Frá áramótum hafa um 131 þúsund Íslendingar farið utan, ríflega sex þúsund fleiri en á sama tímabili árið 2011. Aukningin nemur 5,1% milli ára. Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Talnaefni / Ferðamannatalningar hér á vefnum.Nánari upplýsingar veitir Oddný Þóra Óladóttir, rannsóknastjóri oddny@ferdamalastofa.is Maí eftir þjóðernum Janúar - maí eftir þjóðernum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2011 2012 Fjöldi (%)   2011 2012 Fjöldi (%) Bandaríkin 5.117 7.469 2.352 46,0   Bandaríkin 17.954 24.225 6.271 34,9 Bretland 3.375 4.352 977 28,9   Bretland 27.375 39.374 11.999 43,8 Danmörk 3.436 2.981 -455 -13,2   Danmörk 11.916 11.771 -145 -1,2 Finnland 1.248 1.381 133 10,7   Finnland 3.195 3.853 658 20,6 Frakkland 1.737 2.314 577 33,2   Frakkland 7.874 8.997 1.123 14,3 Holland 1.939 2.119 180 9,3   Holland 6.013 6.299 286 4,8 Ítalía 404 421 17 4,2   Ítalía 1.495 1.561 66 4,4 Japan 260 356 96 36,9   Japan 2.624 3.809 1.185 45,2 Kanada 1.443 1.746 303 21,0   Kanada 3.600 4.140 540 15,0 Kína 651 798 147 22,6   Kína 1.710 2.596 886 51,8 Noregur 4.560 4.795 235 5,2   Noregur 13.162 15.495 2.333 17,7 Pólland 1.392 1.359 -33 -2,4   Pólland 3.748 3.625 -123 -3,3 Rússland 185 522 337 128,2   Rússland 727 1.259 532 73,2 Spánn 830 974 144 17,3   Spánn 2.304 2.314 10 0,4 Sviss 325 360 35 10,8   Sviss 1.148 1.336 188 16,4 Svíþjóð 2.953 3.509 556 18,8   Svíþjóð 10.567 10.315 -252 -2,4 Þýskaland 3.064 4.045 981 32,0   Þýskaland 10.541 10.982 441 4,2 Annað 4.293 5.726 1.433 33,4   Annað 15.327 18.609 3.282 21,4 Samtals 37.212 45.227 8.015 21,5   Samtals 141.280 170.560 29.280 20,7                       Maí eftir markaðssvæðum Janúar - mai eftir markaðssvæðum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2011 2012 Fjöldi (%)   2011 2012 Fjöldi (%) Norðurlönd 12.197 12.666 469 3,8   Norðurlönd 38.840 41.434 2.594 6,7 Bretland 3.375 4.352 977 28,9   Bretland 27.375 39.374 11.999 43,8 Mið-/S-Evrópa 8.299 10.233 1.934 23,3   Mið-/S-Evrópa 29.375 31.489 2.114 7,2 N-Ameríka 6.560 9.215 2.655 40,5   N-Ameríka 21.554 28.365 6.811 31,6 Annað 6.781 8.761 1.980 29,2   Annað 24.136 29.898 5.762 23,9 Samtals 37.212 45.227 8.015 21,5   Samtals 141.280 170.560 29.280 20,7                       Ísland 31.121 31.452 331 1,1   Ísland 125.137 131.459 6.322 5,1
Lesa meira

Námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva - einnig sent út á netinu

Ferðamálastofa og upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík gangast fyrir námskeiði fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva þriðjudaginn 5 júní. Að þessu sinni verður námskeiðið haldið Í Hörpu, rými B og hefst það kl. 12:45. Einnig verður námskeiðið sent út beint á netinu. Ferðamálastofa hefur haldið námskeið sem þetta fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva allt frá árinu 1993.  Ferðakostnaður greiddurTil að jafna kostnað á milli upplýsingamiðstöðva mun Ferðamálstofa greiða fyrir ferðakostnað þátttakanda sem koma lengra að, flug eða eldsneytiskostnað. Senda skal upplýsingar á elias@ferdamalastofa.is um hvaða flug á að skrá ykkur í eða hafa samband við Elías í síma 535 5510, annar kostnaður verður greiddur af viðkomandi upplýsingamiðstöð.  Dagskráin hefst kl.12:45 þriðjudaginn 5. júní og lýkur kl. 16:00 þannig að flestir sem koma og fara með flugi geta farið fram og til baka samdægurs. SkráningÞátttaka tilkynnist í síðasta lagi kl. 12:00 þann 4. júní. Skráning fer fram hér á vefnum. Dagskrá: Dags:     Þriðjudaginn 5.  júní Staður:   Harpa, rými BTími:      12.45 - 16.15 12:45 – 13:00  Skráning þátttakenda og afhending gagna 13:00 – 13:10  Mikilvægi upplýsingamiðstöðva og gæða                      Elías Bj Gíslason,  forstöðumaður Akureyri, Ferðamálastofa        13:10 – 13:40  Daglegt starf á upplýsingamiðstöð                      Drífa Magnúsdóttir, verkefnastjóri upplýsingamiðstöð Reykjavíkur 13:40 – 14.00  Handbók og gagnagrunnur Ferðamálastofu                      Halldór Arinbjarnarson, upplýsingastjóri Ferðamálastofu 14:00 – 14:45  Öryggi ferðamanna á Íslandi og vefurinn www.safetravel.is                      Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri Landsbjargar 14:45 – 15:00  Kaffi / te 15:00 – 15:50  Ólíkir menningarheimar, þjónusta og samskipti                      Áslaug Briem, Ferðamálastofu 15:50   Samantekt og námskeiðslok. Þátttaka tilkynnist fyrir kl. 12:00 þann 4. júní. Skráning fer fram hér á vefnum. Sent út á netinuÞeir sem eiga lengra að sækja geta fylgst með málþinginu í beinni útsendingu á Netinu. Leiðbeiningar til að tengjast eru hér að neðan. Uppsetning á nýjustu útgáfu Java:Til að byrja með er nauðsynlegt að tryggja að tölvan sé með nýjustu útgáfu af Java forritinu (er á öllum tölvum en ekki víst að þið séuð með það nýjasta). Þannig að best er að byrja á að fara inn á www.java.com, hlaða þar niður nýjustu útgáfu (áberandi hnappur á miðjum skjánum) og setja upp. Þetta getur tekið nokkrar mínútur.  Tengjast fundinum:Til að tengjast fundinum er farið inn á þessa vefslóð sem verður virk skömmu áður en málþingið hefst:https://fundur.thekking.is/startcenter/Join.xhtml?sinr=549868557&sipw=nv64 Athugið að samþykkja þau skilaboð sem upp koma en í flestum tilfellum kemur tvívegis upp gluggi þar sem smellt er á „run“. Eftir það á fundur að hefjast.
Lesa meira

Ensk útgáfa af tölfræðiriti Ferðamálastofu

Tölfræðibæklingur Ferðamálastofu, Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum, er nú kominn út í enskri útgáfu. Í honum má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um íslenska ferðaþjónustu og eru niðurstöðurnar settar fram á myndrænan hátt með stuttum skýringatextum. Líkt og íslenski bæklingurinn, sem út kom á dögunum, er enski bæklingurinn einöngu gefinn út í rafrænu formi, bæði sem PDF og vefútgáfa. Bæklingnum í PDF formi er auðvelt að hlaða niður og vista á eigin tölvu. Meðal  efnis í bæklingnum er eftirfarandi: Hagtölur í íslenskri ferðaþjónustu; framleiðsluvirði, hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu og gjaldeyristekjum, skattar í ferðaþjónustu, störf í ferðaþjónustu og ferðaneysla. Erlendir ferðamenn til Íslands eftir komustöðum. Farþegar með skemmtiferðaskipum eftir höfnum. Erlendir ferðamenn til Íslands um Keflavíkurflugvöll eftir mánuðum og árstíðum. Helstu þjóðernin eftir árstíðum. Gistinætur erlendra ferðamanna og Íslendinga. Erlendir ferðamenn á Íslandi sumarið 2010; bakgrunnur þeirra, hvað fékk þá til að ferðast til Íslands, hvert ferðuðust þeir, með hverjum, hvernig, hvar dvöldu þeir og hve lengi, hvaða afþreyingu greiddu þeir fyrir, hvað fannst þeim minnisstæðast við ferðina, hvar fannst þeim styrkleikar íslenskrar ferðaþjónustu einkum liggja og fannst þeim ferðin standa undir væntingum.  Ferðalög Íslendinga árið 2011 í samanburði við ferðalög á árinu 2010; ferðuðust Íslendingar á árinu 2011 og þá hvenær, hve lengi dvöldu þeir á ferðalögum, hvar gistu þeir, hvert ferðuðust þeir og hvaða afþreyingu greiddu þeir fyrir. Hugað var að dagsferðum og þá hversu margar dagsferðir voru farnar og hvert, auk þess sem hugað var að ferðaáformum Íslendinga á árinu 2012. Ritið í heild er aðgengilegt hér að neðan. Ritið vann Oddný Þóra Óladóttir, rannsóknastjóri Ferðamálastofu og gefur hún allar nánari upplýsingar ef óskað er oddny@ferdamalastofa.is . Hlaða niður Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum 2011, enska: PDF útgáfa  Vefútgáfa
Lesa meira

Leiðbeiningarit fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva

Ferðamálastofa hefur gefið út ritið "Upplýsingamiðstöðvar - Leiðbeiningarit fyrir starfsfólk". Um er að ræða 12. útgáfu í endurbættri mynd. Ritinu er ætlað að gera þeim sem reka upplýsingamiðstöðvar og starfsfólki þeirra auðveldara að skipuleggja starfið og bæta á ýmsa lund. Þótt aðstæður á hverjum stað séu mismunandi þá er áríðandi að allar upplýsingamiðstöðvar starfi eftir sömu grundvallarreglum. Það gerir þær trúverðugri og eykur tiltrú ferðamannsins og hagsmunaaðilanna á þeim. Hlutverk upplýsingamiðstöðva er að auka gæði þjónustu við innlenda og erlenda ferðamenn og veita þeim þær upplýsingar sem þeir þarfnast til að auðvelda sér ferðalagið. Upplýsingamiðstöðvar eru mikilvægar fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu um allan heim. Með betri upplýsingum er líklegra að ferðamaðurinn veiti sér eitthvað sem hann hefði annars farið á mis við og er því oft um beinan fjárhagslegan ávinning að ræða. Hlutverk upplýsingamiðstöðva er einnig að auðvelda hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu að koma vöru sinni og þjónustu á framfæri. Með auknum upplýsingum til ferðamanna aukast líkurnar á vel heppnuðu fríi en kannanir sýna að ánægður ferðamaður er okkur mikilvæg auglýsing. Upplýsingamiðstöðvar gegna mikilvægu hlutverki varðandi öryggi ferðamanna. Einnig er mikilvægt að stuðla að aukinni dreifingu þeirra um landið. Þannig njóta fleiri tekna af ferðamönnum og álagið á viðkvæma náttúru landsins dreifist. Með aukinni kynningu á upplýsingamiðstöðvum fjölgar þeim sem notfæra sér stöðvarnar á sínum heimaslóðum. Fólk getur þannig skipulagt ferðir sínar betur áður en lagt er af stað. Ritið í heild má nálgast hér að neðan. Upplýsingamiðstöðvar - Leiðbeiningarit (Vefútgáfa) Upplýsingamiðstöðvar - Leiðbeiningarit (PDF)  
Lesa meira

Könnunarleiðangur - hjólreiðaferðamennska

Íslandsstofa kannar áhuga fyrirtækja í ferðaþjónustu á að kynnast Coast to Coast (C2C) hjólaleiðinni sem er ein vinsælasta hjólaleið Bretlands. Áætlað er að fara í október 2012 Hjólaleiðin C2C er þekkt um allan heim og hefur unnið til fjölda verðlauna. Árlega hjóla 12 til 15 þúsund manns þessa 230 km leið og áætlað er að C2C skili fyrirtækjum á því svæði sem hjólað er um árlegum tekjum upp á um 2,5 milljarða íslenskra króna. Ferðin tekur að jafnaði um fimm daga. Leiðin er sniðin að þörfum allra aldurshópa og ekki er nauðsynlegt að þátttakendur séu í góðu líkamlegu formi til að njóta ferðarinnar. Könnunarleiðangurinn í október er ætlaður þeim sem hafa hug á að bjóða upp á hjólreiðaferðir sem afþreyingu og vilja kynnast því hvernig slík þjónusta er uppbyggð. Þátttakendur í leiðangrinum munu hjóla C2C og kynnast af eigin raun uppbyggingu og þjónustu á leiðinni. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Áhugasamir hafi samband við Björn H Reynisson og Hermann Ottósson hjá Íslandsstofu fyrir 7. september, bjorn@islandsstofa.is  og hermann@islandsstofa.is  eða í síma 511 4000. Nánari upplýsingar um C2C
Lesa meira