Fara í efni

Könnunarleiðangur - hjólreiðaferðamennska

hjólaferð
hjólaferð

Íslandsstofa kannar áhuga fyrirtækja í ferðaþjónustu á að kynnast Coast to Coast (C2C) hjólaleiðinni sem er ein vinsælasta hjólaleið Bretlands. Áætlað er að fara í október 2012

Hjólaleiðin C2C er þekkt um allan heim og hefur unnið til fjölda verðlauna. Árlega hjóla 12 til 15 þúsund manns þessa 230 km leið og áætlað er að C2C skili fyrirtækjum á því svæði sem hjólað er um árlegum tekjum upp á um 2,5 milljarða íslenskra króna. Ferðin tekur að jafnaði um fimm daga. Leiðin er sniðin að þörfum allra aldurshópa og ekki er nauðsynlegt að þátttakendur séu í góðu líkamlegu formi til að njóta ferðarinnar.

Könnunarleiðangurinn í október er ætlaður þeim sem hafa hug á að bjóða upp á hjólreiðaferðir sem afþreyingu og vilja kynnast því hvernig slík þjónusta er uppbyggð. Þátttakendur í leiðangrinum munu hjóla C2C og kynnast af eigin raun uppbyggingu og þjónustu á leiðinni.

Fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

Áhugasamir hafi samband við Björn H Reynisson og Hermann Ottósson hjá Íslandsstofu fyrir 7. september, bjorn@islandsstofa.is  og hermann@islandsstofa.is  eða í síma 511 4000.

Nánari upplýsingar um C2C