06.12.2001
Á ráðstefnu um heilsutengda ferðaþjónustu sem haldin var í Eldborg við Bláa lónið 6. des. sl. voru hvatningarverðlaun Ferðamálaráðs afhent í fyrsta sinn.
Lesa meira
19.10.2001
Umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs Íslands voru veitt í sjötta sinn á Ferðamálaráðstefnunni sem haldin var á Hvolsvelli 18. - 19. okt sl.
Lesa meira
19.10.2001
31. Ferðamálaráðstefnan var haldin á Hvolsvelli 18. og 19. okt sl. og var þetta jafnframt sú fjölmennasta sem haldin hefur verið, en alls sóttu hana rúmlega 200 manns hvaðanæva af landinu.Það var Tómas Ingi Olrich, formaður Ferðamálaráðs, sem setti ráðstefnuna en svo tók sveitarstjórinn á Hvolsvelli við, Ágúst Ingi Ólafsson, og greindi frá uppbyggingu ferðaþjónustu í Rángárþingi. Samgönguráðherra hr. Sturla Böðvarsson ávarpaði síðan ráðstefnugesti. Eins og fleiri kom ráðherra m.a inn á voðaverkin sem framin voru í Bandaríkjunum í síðasta mánuði og afleiðingar þeirra fyrir íslenska ferðaþjónustu og greinarinnar í heild. Í máli hans kom skýrt fram mikilvægi samvinnu á milli ferðaþjónustunnar og stjórnvalda.
Lesa meira
30.09.2001
Ákveðið hefur verið að gefa handbók Ferðamálaráðs út einu sinni á ári í stað tvisvar áður. Nú er í gangi vinnsla á nýjum gagnagrunni varðandi handbókina og gular síður á icetourist.is. Útlit handbókar og uppsetning verður með svipuðu sniði nema að yfirkaflarnir verða nú 5 í stað 10 áður. Með þessu er verið að gera upplýsingarnar hnitmiðaðri og aðgengilegri. Handbókin mun eftirleiðis koma út í upphafi hvers árs og kemur því næst út í byrjun janúar 2002.
Vakin er athygli á að nú þurfa aðilar að greiða fyrir að vera í handbókinni kr.15.000. Hinsvegar mun Ferðamálaráð safna öllum upplýsingum saman varðandi ferðaþjónustuaðila á landinu endurgjaldslaust og hafa þá inni á gagnagrunni á netinu (icetourist.is) og í prentaðri útgáfu handbókar sem fer á allar upplýsingamiðstöðvar á landinu.
Sept. 2001
Lesa meira
30.09.2001
Starfsumhverfi í alþjóðlegri ferðaþjónustu hefur breyst mjög til hins verra eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11.september síðastliðinn.Flugfélög og önnur fyrirtæki í ferðaþjónustu urðu fyrir miklu tekjutapi vegna stöðvunar flugs til Bandaríkjanna í fjóra daga, eftirspurn og bókanir hafa dregist saman eftir atburðina og á það í reynd við ferðalög um allan heim.Ýmsar tölur hafa verið nefndar um þennan samdrátt og þó ýmislegt sé þar óljóst, ber öllum saman um að hann skiptir tugum prósenta þessar fyrstu þrjár vikur.Flugleiðir hafa áætlað að tap þeirra þessa fjóra daga hafi verið um kr. 100 millj.
Lesa meira
27.09.2001
Ferðamálaráð Íslands, Háskólinn á Akureyri og Háskóli Íslands vinna nú að rannsókn á þolmörkum níu ferðamannastaða á Íslandi.
Þolmörk eru sá fjöldi ferðamanna sem svæði þolir áður en grípa verður til takmarkanna eða aðgerða til að forða hnignun ferðamannastaðar. Ferðamannastaður hnignar þegar ferðamönnum þangað fækkar eða staðurinn fer að láta á sjá að einhverju leyti.
Rannsóknin tekur til fjögurra þátta ferðamennsku, grunngerðar svæðis, framboðs og afkastagetu fyrirtækja, reynslu ferðamanna og upplifunar þeirra, viðhorfa heimamanna til ferðamannna og ferðamennsku og áhrifa ferðamanna á náttúrulegt umhverfi. Það eru Anna Dóra Sæþórsdóttir, Arnar Már Ólafsson, Guðrún Gísladóttir og Bergþóra Aradóttir sem skipta með sér verkum og leiða rannsóknina.
Sumarið 2000 voru þrír staðir rannsakaðir, Skaftafell, Lónsöræfi og Landmannalaugar. Sumarið 2001 voru rannsakaðir tveir staðir; Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum og Mývatnssveit. Úrvinnsla frá þessum stöðum er mislangt á veg komin en skýrslu um Skaftafell er þó að vænta á næstu misserum.
Sept. 2001
Lesa meira
19.09.2001
Ferðamálaráð Íslands hefur á þessu ári unnið að framkvæmdum víða um land. Stærstu framkvæmdir ársins eru við Gullfoss, Öskju og Hengifoss.
Við Gullfoss er verið að bæta göngustíga á neðra svæðinu auk þess sem bílastæðið verður endurnýjað samhliða endurbyggingu vegarins á milli Gullfoss og Geysis. Við Hengifoss hafa göngustígar verið byggðir, skilti sett upp og bílastæði verður klárað nú í haust í tengslum við vegagerð á Fljótsdal.Lokið er uppsetningu vatnssalerna við Öskju í samvinnu við Ferðafélag Akureyrar auk þess sem Ferðamálaráð sá um uppsetningu þurrsalerna við Vikraborgir.
Þá hefur Ferðamálaráð komið að ýmsum smærri og stærri verkefnum víða um land, ýmist að öllu leyti eða í samstarfi við aðra.
Alls mun Ferðamálaráð Íslands veita um 46 milljónum til umhverfisverkefna á þessu ári 2001.
Hjalti Finnsson, sept.2001
Lesa meira
15.09.2001
Í júní 1982 varð til sú hugmynd innan Ferðamálaráðs Íslands að veita árlega viðurkenningu fyrir umfjöllun um ferðamál í fjölmiðlum. Að baki hugmyndinni lá einnig sú von að slík viðurkenning hvetti til frekari umfjöllunar.
Þegar litið er yfir lista fyrri bikarhafa sést að Ferðamálaráð hefur litið til fjölmiðlunar í víðasta skilningi þegar þeir hafa verið valdir. Hefur verið litið til prentmiðla ýmis konar, ljósvakamiðla,kvikmyndagerðarmanna, ljósmyndara og einnig til einstaklinga og fyrirtækja sem með starfsemi sinni hafa skapað jákvæða umfjöllun um Ísland sem ferðamannaland í íslenskum og erlendum fjölmiðlum.
Eftirfarandi einstaklingar og fyrirtæki hafa hlotið fjölmiðlabikar Ferðamálaráðs:
1982 Sæmundur Guðvinsson
1983 Haraldur J. Hamar
1984 Sigurður Sigurðsson
1985 Magnús Magnússon
1987 Ríkisútvarpið v/ Stikluþátta Ómars Ragnarssonar
1988 Örlygur Hálfdánarson
1991 Hjálmar R. Bárðarson
1992 Sólarfilma
1993 Vilhjálmur Knudsen
1994 Ferðafélag Íslands
1995 Nesútgáfan
1996 Mál og Menning
1997 Eiðfaxi ehf
1998 Flugleiðir
2000 Gunnar Marel Eggertsson
Lesa meira
08.09.2001
Aukning um 3 milljarða fyrri helming ársins.Samkvæmt upplýsingum Seðlabankans um gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu fyrri helming ársins 2001 er aukningin frá árinu 2000 rúmlega 3 milljarðar. Aukning tekna vegna eyðslu í landinu er um 1,8 milljarðar, en í fargjaldatekjum rúmlega 1,2 milljarðar.
2000
2001
Breyting
Tekjur alls:
11.299
14.302
26,6%
Fargjaldatekjur:
5.038
6.274
24,5%
Eyðsla í landinu:
6.261
8.028
28,2%
Ef tekið er tillit til gengisbreytinga á milli áranna má gera ráð fyrir að raunaukningin sé um 8% í gjaldeyristekjum af erlendum ferðamönnum á þessu tímabili miðað við sama tímabil í fyrra.
Magnús Oddsson 08.09 01.
Lesa meira
12.07.2001
Herbergjanýting á hótelum í Reykjavík hefur dregist saman síðan í fyrra meðan verð hefur hækkað andstætt því sem átt hefur sér stað á landsbyggðinni, að því er segir í samantekt Samtaka ferðaþjónustunnar
Í júní sl. var herbergjanýting á hótelum í Reykjavík rúm 88% meðan hún var tæplega 91% í júní í fyrra en á sama tíma hækkar meðalverð herbergja úr 9.079 kr. í 9.609 kr. Þá kemur fram að meðalherbergjanýting utan höfuðborgarinnar hafi aukist úr tæpum 59% í tæp 62% en meðalverð þar hafi lækkað úr 7.776 kr. í 7.324 kr.
Á vef Samtaka ferðaþjónustunnar kemur fram að við samanburðinn beri að hafa í huga að júní í fyrra hafi verið óvenju góður og að staðan úti á landi sé mismunandi eftir rekstrareiningum og ljóst að sumir hafi bætt sig meðan aðrir sjái fram á einhvern samdrátt.
Þá segir ennfremur í fréttatilkynningunni að í kjölfar mikilla umsvifa í fyrra megi búast við samdrætti því mikið hafi verið um ráðstefnur og fundi í borginni á síðasta ári. Jafnframt segir að verðlækkunin á landsbyggðinni eigi sér rætur í afbókunum en við þeim hafi verið brugðist með tilboðum af ýmsu tagi.
Tekið úr Morgunblaðinu 12. júlí 2001
Lesa meira