Fara í efni

Könnun meðal erlendra ferðamanna sumarið 2011

Nánari upplýsingar
Titill Könnun meðal erlendra ferðamanna sumarið 2011
Lýsing

Niðurstöður könnunar sem Ferðamálastofa fékk MMR til að framkvæma meðal erlendra ferðamanna sumarið 2011. Markmiðið með könnuninni var að afla upplýsinga um erlenda ferðamenn á Íslandi, aðdragandann að Íslandsferðinni, ferðahegðun þeirra á Íslandi, eyðsluhætti og viðhorf þeirra til ýmissa þátta íslenskrar ferðaþjónustu. Um var að ræða netkönnun en netföngum var safnað með skipulögðum hætti á brottfararsvæði flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Norrænu ferjunnar á Seyðisfirði á tímabilinu 5. júlí-31. ágúst 2011. Úrtakið var 4.545 manns og var svarhlutfallið 51,9%.

Ath.: PDF-skjalið með könnuninni er sett upp með valmynd í "Bookmarks" sem auðveldar mjög að flakka fram og til baka í henni. Til að kveikja á "Bookmarks" þarf að smella á tákn sem í flestum útgáfum Acrobat Reader lítur út líkt og myndin hér að neðan og er staðsett ofarlega til vinstri á skjánum:

bookmark logo

Athugið að ekki er öruggt að "Bookmarks" virki ef skjalið er opnað beint hér af síðunni með vefskoðara þannig að þá þarf að byrja á að vista skjalið á eigin tölvu og opna síðan með Acrobat Reader. 

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Ferðavenjur
Útgáfuár 2012
Útgefandi Ferðamálastofa
Leitarorð ferðamenn, ferðavenjur, fjöldi ferðamanna, tölfræði, talnaefni, talning