Erlendir ferðamenn á Íslandi sumarið 2010 og samanburður við sumrin á undan

Í gagnabankann er leitast við að skrá skýrslur og annað útgefið efni tengt ferðaþjónustu, sem út kemur hérlendis og er öllum opið án endurgjalds. Senda ábendingu um efni

Nánari upplýsingar
Titill Erlendir ferðamenn á Íslandi sumarið 2010 og samanburður við sumrin á undan
Lýsing Í þessari greinargerð fyrir Ferðamálastofu, er einkum stuðst við Dear Visitors könnun Rannsókna og ráðgjafar ferðaþjónustunnar (RRF) sumarið 2010 meðal erlendra brottfarargesta í Leifsstöð og á Seyðisfirði. Jafnframt er stuðst við sömu könnun frá sumrunum 2008, 2009 og allt aftur til sumarsins 2005 til samanburðar, eftir því sem við á. Könnunin Dear Visitors hefur verið framkvæmd í Leifsstöð frá 1996 og stöðugt allt árið frá janúar 2004 og einnig meðal Norrænufarþega á sumrin. Könnunin fer þannig fram að starfsmenn RRF afhenda erlendum brottfarargestum könnunarblöðin eftir að þeir koma úr öryggisleitinni við innganginn að fríhöfninni í Leifsstöð eða áður en þeir fara um borð í Norrænu. Fólk svarar könnuninni sjálft og skilar aftur til starfsmanna. Í þessari samantekt er mest stuðst við Dear Visitors á tímabili frá júní til ágúst 2010. Á þeim tíma fengust 1.378 gild svör, 1.256 meðal flugfarþega og 122 meðal Norrænufarþega. Ógild svör voru 47. Svörun við könnuninni var 74%.
Hlekkur /static/files/upload/files/Erlendir_ferdamenn_%20sumar_2010.pdf
Höfundar
Nafn Rögnvaldur Guðmundsson
Flokkun
Flokkur Ferðavenjur
Útgáfuár 2010
Útgefandi Ferðamálastofa
Leitarorð ferðamenn, ferðavenjur, fjöldi ferðamanna, tölfræði, talnaefni, talning