Fréttir

Stafræn fræðsla og markaðssetning

Ferðamálastofa býður í samvinnu við Markaðsstofu Vesturlands og Símenntunarmiðstöð Vesturlands upp á námskeið í stafrænni markaðssetningu sem ætlað er litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Farið verður í helstu atriði stafrænnar þróunar og markaðssetningar ferðaþjónustufyrirtækja, svo sem bókunarsíður (Booking og Expedia t.d.), Google, samfélagsmiðla og heimasíður, leitarvélabestun og gerð markaðsáætlana.
Lesa meira

Viðburðadagatal ferðaþjónustunnar

Ferðamálastofa hefur tekið í notkun viðburðadagatal sem ætlað er að halda utan um fagtengda viðburði í greininni. Öllum er frjálst að skrá viðburði í dagatalið og þá geta aðrir aðilar einnig birt dagatalið á sínum vefjum.
Lesa meira

Morgunverðarkynning um afkomu í ferðaþjónustu

Föstudaginn 22. nóvember standa Ferðamálastofa og KPMG fyrir morgunverðarkynningu í höfuðstöðvum KPMG. Kynntar verða niðurstöður nýrrar skýrslu um könnun og úttekt á rekstri fyrirtækja í ferðaþjónustu á árinu 2018, með samanburði við fyrri ár.
Lesa meira

Áskorun um kröfulýsingu – Iceland Advice ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi Iceland Advice ehf., kt. 490316-1240, Flatahrauni 31, 220 Hafnarfirði, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt.
Lesa meira

Áskorun um kröfulýsingu – Wow Travel ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi WOW Travel ehf., kt. 580112-0560, Katrínartúni 12, 105 Reykjavík, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt.
Lesa meira

Fyrstu fimm stjörnu hótel landsins

Í fyrsta skipti hafa íslensk hótel nú hlotið fimm stjörnu flokkun samkvæmt viðurkenndu hótelflokkunarkerfi. Um er að ræða The Retreat Bláa Lónsins, sem fær fimm stjörnu Superior flokkun og Hótel Grímsborgir í Grímsnesi sem er fimm stjörnu hótel.
Lesa meira

Könnun um starfsánægju í ferðaþjónustu

Ferðamálastofa og Vinnueftirlit ríkisins eru nú í annað sinn að fara af stað með rannsókn á starfsánægju og vinnuumhverfi í íslenskri ferðaþjónustu. Kynningarbréf hefur verið sent á þá aðila sem eru í úrtaki vegna könnunarinnar og er vonast eftir góðum viðbrögðum frá atvinnugreininni. Fyrirtækið Markaðs- og Miðlarannsóknir (MMR) sér um framkvæmdina.
Lesa meira

Ferðaþjónusta í tölum - október 2019

Í dag kom út Ferðaþjónusta í tölum - október 2019. Líkt og fram hefur komið er um að ræða mánaðarlega útgáfu hjá Ferðamálastofu, stutta samantekt með nýjustu talnaupplýsingum sem Ferðamálastofa safnar um ferðamenn og ferðaþjónustu ásamt talnagögnum frá Hagstofu Íslands. Áhersla er lögð á að skoða töluleg gögn ár aftur í tímann og þær breytingar sem hafa orðið.
Lesa meira

Niðurstaða í mál Gamanferða - Kröfur greiddar að fullu (uppfært)

Nú ættu allir sem sendu inn kröfu í kröfu í tryggingafé eftir rekstrarstöðvun Gamanferða að hafa fengið tilkynningu um niðurstöðuna. Byrjað verður að greiða samþykktar kröfur á næstu dögum.
Lesa meira

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - Leiðbeiningamyndband fyrir útfyllingu umsókna

Í nýju leiðbeiningamyndbandi er farið yfir umsóknarferlið vegna styrkja frá Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Áherslan er á útfyllingu umsónareyðublaðsins og að skýra út hvaða upplýsingar þar er beðið um.
Lesa meira