20.04.2020
Í vor fer í gang nýtt átak þar sem Íslendingar eru hvattir til að ferðast innanlands í ár og kaupa vörur og þjónustu. Markmiðið er að vekja athygli á fjölbreyttri ferðaþjónustu um allt land. Allt efni er hugsað þannig að það nýtist fyrir alla landshluta og að aðilar í ferðaþjónustu og aðrir geti auðveldlega nýtt það í sínu eigin markaðsefni og aðgerðum.
Lesa meira
17.04.2020
Miklar líkur eru á að rekstrarlægðin sem COVID-19 heimsfaraldurinn veldur í ferðaþjónustu hér á landi muni verða djúp og vara næstu 12-24 mánuði. Þetta er meðal þess sem lesa má í skýrslunni Áhrif COVID-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja sem ráðgjafarsvið KPMG hefur unnið með Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála.
Lesa meira
17.04.2020
Heildarfjöldi greiddra gistinótta ferðamanna á Íslandi var um 10 milljónir árið 2019. Hlutdeild erlendra ferðamanna var um 89%.
Lesa meira
08.04.2020
Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 80 þúsund í nýliðnum mars samkvæmt talningu Ferðamálastofu, eða innan við helmingur brottfara marsmánuðar í fyrra, þegar þær voru 170 þúsund. Vart þarf að fjölyrða um ástæður þessarar fækkunar
Lesa meira
03.04.2020
Samkvæmt lögum ber hverjum þeim sem hyggst framkvæma skipulagðar ferðir á íslensku yfirráðasvæði að hafa öryggisáætlanir fyrir ferðir sínar. Ferðamálastofa býður upp á hagnýtt námskeið þar sem farið verður yfir það hvað felst í öryggisáætlun og þá þætti sem þurfa að vera til staðar svo að öryggisáætlun teljist fullnægjandi.
Lesa meira
30.03.2020
Ferðamálastofa birtir nú niðurstöður úr nýrri könnun meðal Íslendinga um ferðalög þeirra á árinu 2019 og ferðaáform á árinu 2020. Könnunin hefur verið framkvæmd árlega með sambærilegum hætti frá árinu 2010. Er því kominn yfir áratugur af samfelldum niðurstöðum um þetta efni.
Lesa meira
27.03.2020
Fyrr í dag sendum við út upplýsingar til ferðaskrifstofa vegna árlegs endurmats tryggingarfjárhæðar. Nú hafa borist viðbótarupplýsingar sem þessu tengjast og nauðsynlegt er að koma á framfæri.
Lesa meira
27.03.2020
Að frumkvæði Ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO) og Alþjóða heilbrigðismálastofununarinnar (WHO) hefur verið sett á laggirnar samkeppni sem hefur að markmiði að fá frumkvöðla til að koma fram með nýjungar í ferðaþjónustu til lengri tíma. Um er að ræða ákall til ríkja heims að auka áherslu á hvers kyns nýsköpun og rannsóknir.
Lesa meira
27.03.2020
Tæplega helmingur landsmanna telur að útbreiðsla kórónaveirunnar muni að nokkru eða miklu leyti hamla ferðalögum innanlands næsta hálfa árið. Engu að síður stefna tæp 90% landsmanna að því að ferðast innanlands. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Ferðamálastofa lét framkvæma til að meta áhrif kórónaveirunnar á ferðaáform landsmanna.
Lesa meira
26.03.2020
Útbúin hafa verið tvö ný leiðbeiningamyndbönd til aðstoðar þeim sem annað hvort eru að sækja um ný ferðaskrifstofuleyfi eða skila inn árlegum gögnum vegna endurmats tryggingarfjárhæðar.
Lesa meira