Spáð fyrir um árið 2025
Hverjar eru helstu breytingarnar í ferðahegðun fólks? Hvers er að vænta á nýbyrjuðu ári? Hvaða þróun (e. Trend) erum við að sjá? Þessum spurningum er reynt að svara í tveimur samantektum sem birtust í liðinni viku frá alls ótengdum aðilum og getur verið fróðlegt að bera þær saman. Annars vegar er um að ræða vefmiðilinn euronews.com og hins vegar ferðarisann Tripadvisor.
„Exploring Differently, Travelling Better“ er yfirskrift á grein euronews.com sem gefur tóninn fyrir niðurstöðurnar sem settar eru fram í 7 lykilpunktum.
Á meðan byggir Tripadvisor sína greiningu á milljónum umsagna, bókana og samræðna á bókunarvefnum „til að afhjúpa ör-trend (e. micro-trends) og gríðarlegar menningarsveiflur sem eru að endurskrifa leiðirnar sem við förum,“ eins og það er orðað.
VatnsmenningVatn hefur lengi verið tengt gleði og afslöppun, hvort sem það er sjórinn, böð eða heitar laugar. Og nú merkir Tripadvosor 157% aukningu í bókunum tengdum heilsuböðum og heitum laugum. Spurning hvort það hljóta ekki að teljast góð tíðindi fyrir Ísland.-Tripadvisor |
Faldar perlurUpplifanir eru óaðskiljanlegur hluti hvers ferðalags og víða leynast faldar perlur þar sem hægt er að njóta þeirra á viðráðanlegra verði heldur en á sumum þéttsetnum stöðum. Það eru þessar perlur sem fólk leitar í auknu mæli eftir. -euronews.com |
Spáð í stjörnumerkinStjörnuspeki og andleg mál ýmiskonar virðast spila talsverðan þátt í ferðalögum. Umræður tengdar stjörnumerkjunum og bókanir þar sem stjörnuspeki, tarot og fullt tungl koma við sögu hafa þannig margfaldast. -Tripadvisor |
Gleði og leikurGleði og leikur viðist koma æ sterkar inn þegar kemur að fríi fullorðinna. Við látum sem sagt krökkunum ekki lengur eftir allt gamanið. - Tripadvisor |
Áfanga fagnaðSvo virðist sem fólk sé oftar að fagna ýmsum áföngum í lífinu með því að gera vel við sig í ferðalögum. |
Séð á skjánumMeðal þess sem knýr áfram vöxt ferðaþjónustu er löngunin að heimsækja staði sem fólk hefur séð á skjánum, þ.e. í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. M.ö.o. löngunin að breyta kvikmyndatöfrunum í alvöru ævintýri. Allt að 53% nefna þetta sem áhrifaþátt við val á áfangastað. -euronews.com |
Notum öll skilningarvitinLeitarorð og bókanir, á því sem Tripadvisor segir mega tengja við sókn eftir dýpri upplifun á ferðalögum, hefur aukist eftir Covid. - Tripadvisor |
Látum við tæknina stjórna okkur?Gervigreindin er að móta hvernig ferðamenn skipuleggja, bóka og upplifa ferðir. Með allt frá AI-knúnum aðstoðarmönnum til sérsniðinna ferðaáætlana markar árið 2025 verulegt stökk inn í hátæknilega ferðaframtíð.-euronews.com |
Frá tölvuleik í ferðalagRafíþróttir og tölvuleikir á borð við Fortnite virðast hafa talsverð áhrif á val fólks þegar kemur að ferðalögum. Þ.e. eftir að hafa flakkað um einhvern stað í tölvuleiknum langar okkur að heimsækja hann í raunheimum. - Tripadvisor |
Sókn á kaldari svæðiMeð hækkandi hitastigi á jörðinni hefur kastljósið beinst að svalari áfangastöðum. Þar er í boði hressandi flótti frá mollunni, stórbrotin náttúra og frí fullt af ævintýrum. -euronews.com |
MatarupplifanirAð læra hvaðan maturinn okkar kemur er að verða hluti af ferðaáætlunum okkar, allt frá bændagistingum til veitingastaða sem setja sjálfbærni í forgang. |
Fjölskyldufrí 2.0Við höldum sem betur fer áfram að taka börnin okkar með í ferðalög en nú virðast fríin okkar í auknari mæli skipulögð með þarfir allra fjölskyldumeðlima í huga. |
Könnum nærumhverfiðSvo virðist sem fólk sé frekar tilbúið að kanna tiltekinn áfangastað í þaula, heldur en að komast yfir sem flesta staði í einni ferð. -Tripadvisor |
Láta gott af sér leiðaNærandi ferðaþjónusta er hugtak sem komið hefur inn í umræðuna á síðustu misserum og svo virðist sem fólk hafi nú meiri löngun en áður til þess að ferðalagið hafi einhverja merkingu og láti gott af sér leiða fyrir þá staði sem eru heimsóttir. Að skilja ekkert eftir nema minningarnar á sem sagt ekki lengur við. -euronews.com |
Að ferðast einn í félagsskapAð ferðast einn þarf og á ekki að vera það sama og að ferðast einmanna en þeir sem kjósa að ferðast einir sækjast í auknum mæli líka eftir félagslegum tengslum á ferðalögum. Þá eru ferðaþjónustuaðilar meira en áður farnir að taka tillit til þessa hóps í framboði sínu. -Tripadvisor |
Lestarferðir sækja áSamfara því að fólk sækir í umhverfisvænni ferðamáta hafa lestarferðir sótt í sig veðrið. Fara sem sagt hægar yfir og njóta. -euronews.com |
Heilsa og útlitGóð heilsa og útlit höfðar til okkar flestra og mikil aukning hefur orðið í leit hjá Tripadvisor að ferðum sem tengjast slíkum hlutum. -Tripadvisor |
Íþróttir koma fólki á hreyfinguÍþróttir eru áhugamál margra og viðburðir sem þeim tengjast njóta stöðugt vaxandi vinsælda. -Tripadvisor |
Hvenær sem erSvo virðist sem fólk sé að verða sveigjanlegra þegar kemur að tímasetningum ferðalaga og jafnframt að nú sé allur sólarhringurinn undir. -Tripadvisor |
Horfum til himinsStjörnuskoðun er vaxandi áhugamál og fleiri áfangastaðir sem taka með í reikninginn að draga úr ljósmengun. Búast má við mikilli norðurljósvirkni nú um stundir, sem eykur enn á upplifunina. -euronews.com |
|